fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Gjaldþrot vofir yfir milljónum kínverskra fyrirtækja vegna COVID-19 veirunnar

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 26. febrúar 2020 16:30

Íslendingar, sem staddir eru erlendis, vilja fylgjast vel með gangi mála.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Kínverskt efnahagslíf hefur ekki farið varhluta af COVID-19 kórónaveirunni. Stór hluti fyrirtækja á miklum vandræðum því starfsemi þeirra hefur raskast mikið vegna aðgerða stjórnvalda til að hefta útbreiðslu veirunnar. Gjaldþrot vofir því yfir milljónum fyrirtækja.

Bloomberg skýrir frá þessu og segir að mörg fyrirtæki séu nú þegar farin að glíma við lausafjárskort og ef þau fái ekki hjálp frá bönkum þá geti þau endað með að fara í gjaldþrot. Haft er eftir talskonu einnar stærstu bílasölu landsins að ef fyrirtækið geti ekki borgað af lánum sínum endi þetta illa. Fyrirtækið rekur 100 útsölustaði og hafa þeir verið lokaðir í um einn mánuð vegna veirunnar. Lausafé er nú á þrotum og bankar eru tregir til að lengja í lánum fyrirtækisins.

Sama sviðsmynd er uppi í öðrum hlutum kínverska hagkerfisins. Könnun meðal lítilla og meðalstórra fyrirtækja leiddi í ljós að þriðjungur þeirra á nægt lausafé til að þrauka í mánuð til viðbótar en þriðjungur getur þraukað í tvo mánuði. 18 prósent segjast geta þraukað í þrjá mánuði.

Kínverski seðlabankinn hefur lækkað vexti og skipað bönkum landsins að auka útlán og vera sveigjanlegir hvað varðar greiðslur lána en mörg fyrirtæki segja að samt sem áður sé erfitt að verða sér úti um næga fjármögnun.

Einkafyrirtæki standa undir um 60 prósentum af efnahag landsins og sjá 80 prósentum vinnandi fólks fyrir vinnu. Þau skipta því miklu máli fyrir kínverskt efnahagslíf.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?