fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Lifrarbólgufaraldur í Kaliforníu

Lifrarbólga A herjar á heimilislausa í San Diego

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. september 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sextán eru látnir og hátt í þrjú hundruð manns hafa verið lagðir inn á sjúkrahús vegna lifrarbólgu A-faraldurs sem nú skekur Kaliforníu í Bandaríkjunum.

Á undanförnum vikum hafa rúmlega fjögur hundruð manns smitast af sjúkdómnum sem orsakast af veiru. Einkenni sjúkdómsins eru meðal annars hár hiti, gula, lystarleysi, ógleði og þreyta en sjúkdómurinn gengur sjálfkrafa yfir og án meðferðar.

Yfirvöld í Kaliforníu hafa þegar gripið til umfangsmikilla aðgerða til að hefta útbreiðslu sjúkdómsins. Í San Diego-sýslu, þar sem ástandið er hvað verst, hafa nítján þúsund manns verið bólusettir á undanförnum vikum og þá hafa starfsmenn borgarinnar úðað klórblönduðu vatni á gangstéttar og húsveggi í borginni.

Heimilislausir íbúar San Diego hafa orðið hvað verst fyrir barðinu á sjúkdómnum og hafa borgaryfirvöld komið fyrir 40 handþvottastöðvum í borginni þar sem heimilislausir halda til. Þá mun borgin opna þrjú gistiskýli fyrir heimilislausa með það að markmiði að hefta útbreiðsluna enn frekar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 13 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið

Er þetta versta stefnumót sögunnar? Frábært kvöld þar til hún þurfti að fara á klósettið
Fréttir
Fyrir 17 klukkutímum

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi

Mörg þúsund flugvélar hafa orðið fyrir alvarlegri truflun – Böndin beinast að Rússlandi
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda