fbpx
Fimmtudagur 21.ágúst 2025
Fréttir

Stunguárás á Kvíabryggju – Heimildarmaður DV segir árásina hrottalega

Máni Snær Þorláksson
Fimmtudaginn 20. febrúar 2020 22:22

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fangi á Kvíabryggju var í dag stunginn með eggvopni. Páll Winkel fangelsismálastjóri staðfesti árásina í samtali við Vísi sem greindi fyrst frá.

Páll segir að fanginn sem var stunginn hafi fengið aðhlynningu á heilbrigðisstofnun og að fanginn sem stakk hann hafi verið fluttur frá Kvíabryggju. Lögreglan á Vesturlandi rannsakar árásina en Páll segir að alvarlegir atburðir eins og þessir séu sjaldséðir í opnum fangelsum.

Maður, sem segist vera vistaður á Kvíabryggju, hafði samband við DV vegna málsins. Heimildarmaðurinn segir árásina hafa verið hrottalega en hann greinir einnig frá því hvers vegna árásin átti sér stað. Um helgina hafi „byrjað fyllerí“ hjá nokkrum föngum og í kjölfarið hafi fangar verið sendir í þvagprufur þar sem einhverjir féllu. Sá sem réðist á samfanga sinn hafi verið kallaður „skvíler“, hann hafi sumsé verið sakaður um að kjafta frá. Þá segir hann að um nokkrar stungur hafi verið að ræða.

Í frétt Vísis í kvöld kom fram að áverkar mannsins væru ekki taldir alvarlegir.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu

RÚV mátti ekki auglýsa Rás 2 á undan Áramótaskaupinu
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“

Björn Ingi segir átök vera fram undan: „Tekist er á um þessi mál að tjaldabaki þessa dagana“
Fréttir
Í gær

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“

Andri Snær klórar sér í kollinum yfir nýju göngubrúnni: „Hún virðist líka eiga að vera svona“
Fréttir
Í gær

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu

Menn á sjötugsaldri ákærðir fyrir stórfellt fíkniefnasmygl – Fluttu kókaín í pottum með Norrænu