fbpx
Sunnudagur 05.maí 2024
Fókus

Háðsádeila Geirs um líkkistur slær í gegn – Eigum við að jarða gamla fólkið í þessu frá Kína?

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 13. febrúar 2020 14:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Til okkar sem eldri erum og vitrari, engin mengun og engin kolefnisspor,“ skrifar Geir Birgir Guðmundsson þar sem hann birtir myndina hér að neðan á Facebook-síðu sinni. Eins og sést gefur þarna að líta auk hefðbundinna líkkistna, myndir af pappalíkkistum sem kosta 12.000 krónur.

Í stuttu samtali DV við Geir segir hann þetta vera grín hjá sér. En aðspurður hvort ádeilubroddur sé í gríninu, segir hann: „Já, miðað við verðið á kistum hér heima.“ Er Geir ekki einn um að þykja líkkistur á Íslandi vera mjög dýrar og útfararkostnaður er mörgum þungur baggi.

Fjölmargir hafa deilt færslu Geirs og mælist hún vel fyrir. Berghildur ein skrifar til dæmis: „Þetta er alveg bráðsniðugt þá grotnar hylkið af okkur fyrr og verður að frjórri mold. Af jörðu ertu komin, að jörðu skaltu aftur verða.“

Valgerður skrifar:

„Ég persónulega myndi vilja vera sett í pappakassann. Fáránlegt að krakkarnir séu að eyða aurunum í þessa vitleysu.“

En Kristjana er ekki sannfærð og segir: „Flýtir það nú bara ekki förinni niður til helvítis?“

Helga nokkur skrifar hins vegar: „Þetta er gráupplagt. Barna- og barnabörn geta skreytt boxið, litað og málað og skreytt með glansmyndun. – Hvaða stærðir eru í boði ?“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli

Vinkonurnar gerðu skelfileg mistök í hópspjalli
Fókus
Fyrir 3 dögum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum

Typpið Júmbó var helsta stolt Bandaríkjaforseta – Vippaði því reglulega út og notaði til að þagga niður í blaðamönnum
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“

„Ég er náttúrlega helvítis aumingi eins og Íslendingar að nenna ekki að mótmæla“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“

Mistök að veita Britney frelsi, segir geðlæknir – „Hún er stjórnlaus“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum

Hætti að drekka áfengi fyrir 5 árum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu

Gerði ótrúlega uppgötvun á Íslandi – Segir gestgjafa hennar hafa hlegið þegar hún spurði að þessu