fbpx
Föstudagur 29.ágúst 2025
433Sport

135 prósenta launamunur á kynjunum: Mist segir þetta vera blauta tusku – „Bara vanvirðing í rauninni“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 7. febrúar 2020 13:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

,,Greiðsla fyrir dómgæslu í leikjum efstu deildar karla í fótbolta er 135 prósentum hærri en fyrir leiki í efstu deild kvenna. Sömu greiðslur eru fyrir dómgæslu hjá báðum kynjum í körfubolta og handbolta,“ skrifar Kristjana Arnarsdóttir, fréttakona á RÚV á vef ríkisfjölmiðilsins.

Morgunblaðið fjallaði um laun dómara á Íslandi í gær, fyrir leik í efstu deild karla í knattspyrnu fær dómari leiksins 37.600 krón­ur. Fyrir leik í Pepsi Max-deild kvenna er greiðslan, 16.000 krónur.

Mist Edvarsdóttir, landsliðskona í knattspyrnu og leikmaður Vals er ansi óhress. „Mér finnst þetta bara mjög sjokkerandi. Maður hefur nú alveg heyrt af því að það sé einhver launamunur en 135% er bara alveg rosalega mikið,“ sagði Mist við RÚV.

,,Þetta er bara svolítið blaut tuska í andlitið og bara vanvirðing í rauninni. Það er eins með leikmenn og dómara, eftir því sem reynslan verður meiri, því betri verður þú í þínu fagi. Það er rosalega pirrandi sem leikmaður að horfa upp á það ár eftir ár að það kemur inn dómari, hann fær leik í C-deild karla og efstu deild kvenna, fær að reka sig á, gera mistökin og hlaupa af sér hornin og svo er hann bara farinn í efstu deild karla og við sjáum hann ekki meir. Þetta er bara, eins og ég segi, vanvirðing og ömurlegt í rauninni að heyra þessar tölur í dag.“

Klara Bjartmarz, framkvæmdarstjóri KSÍ ræddi málið við RÚV. „UEFA og FIFA verður seint hampað fyrir einhverja jafnréttisbaráttu. Þannig að þetta er pínu spark í rassgatið fyrir okkur og mér finnst að knattspyrnusambandið ætti aðeins að endurskoða sín mál.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn

Þetta er upphæðin sem United þarf að borga Amorim ef hann verður rekinn
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli

Ágætis dráttur fyrir Blika í deildarkeppni Sambandsdeildarinnar – Fínir heimaleikir en verður erfitt á útivelli
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu

Babb í bátinn og orðið ólíklegt að United kaupi markvörðinn frá Belgíu
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“

„Ef það væri tala hærri en 100%, þá myndi ég gefa þér hana“
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham

Allt klappað og klárt – Xavi er að skrifa undir hjá Tottenham
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið

Hegðun Bruno Fernandes eftir vonbrigði gærkvöldsins vekur mikla athygli – Sjáðu myndbandið
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann

Blikar halda áfram að skrifa Evrópusöguna – Komnir í deildina og fá rúmar 450 milljónir í kassann
433Sport
Í gær

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea

Fær að dvelja í London næstu daga – Tottenham komið í slaginn við Chelsea
433Sport
Í gær

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3

Er það heimska hjá Amorim að breyta ekki um kerfi? – Svona gæti United litið út í 4-3-3