Í þætti vikunnar settist Egill þó hinum megin við borðið og svarar spurningum frá vini sínum og samstarfsfélaga, Nökkva Fjalari. „Ég er stressaður, mér finnst þetta óþæginlegt,“ segir Egill í byrjun þáttarins.
Nökkvi hafði tekið saman spurningar sem fyrri gestir þáttarins vilja spyrja Egil. „Ég fékk mikla hjálp við þetta. Ég hafði samband við marga sem hafa komið hingað til þín og spurði þau hvaða spurningar þau vildu hafa í þessu,“
Meðal þess sem spurt var að í þættinum var það hvar Egill hefur stundað kynlíf. „Fólk vildi almennt vita hver væri skrýtnasti staður sem þú hefur stundað samfarir á,“ segir Nökkvi. „Ég er ekkert búinn að vera neitt rosalega ævintýragjarn,“segir Egill. „Bara aftan í bílnum mínum…lagður á… ég var lagður í stæði fyrir utan leikskóla. Það var ekkert skóli í gangi sko, þetta var mjög seint.“
„Mér var farið að finnast þetta smá sjúkt að þú værir að leggja fyrir utan leikskóla, mér fannst það veikt,“ segir Nökkvi þá.
Þáttinn í heild sinni má sjá hér fyrir neðan:
https://www.instagram.com/p/B8L_vDrgjVQ/