fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Ungur blökkumaður var myrtur árið 1983: Nú hafa fimm verið handteknir vegna morðsins

Einar Þór Sigurðsson
Föstudaginn 20. október 2017 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögregluyfirvöld í Atlanta í Georgíuríki í Bandaríkjunum telja sig hafa leyst 34 ára gamla morðgátu. Árið 1983 var ungur blökkumaður, Timothy Coggins að nafni, myrtur á hrottafenginn hátt. Lík Coggins, sem var 23 ára, fannst í skóglendi skammt suður af Atlanta nokkrum dögum síðar.

Í umfjöllun NBC News kemur fram að lögregla hafi haft grunsemdir um hver hefði framið morðið á sínum tíma, en þær leiddu þó ekki til þess að ákæra væri gefin út. Að sögn Darrell Dix, lögreglustjóra í Spalding-sýslu, voru möguleg vitni rög við að gefa sig fram við lögreglu af ótta við hefndaraðgerðir.

Það var svo í mars síðastliðnum sem lögreglu bárust nýjar vísbendingar í málinu. Ekki kemur fram í umfjöllun bandarískra fjölmiðla hvers eðlis þær voru, en Dix segir að vitni, sem ekki vildu tjá sig á sínum tíma, hafi verið yfirheyrð að nýju. Þær yfirheyrslur leiddu svo til þess að fimmenningarnir voru handteknir.

Meðal hinna handteknu eru tveir lögreglumenn sem taldir eru hafa tekið þátt í að hylma yfir með þeim sem frömdu morðið, Bill Moore, 58 ára, og Frankie Gebhardt, 59 ára. Að sögn Darrell Dix telur lögregla að um hatursglæp hafi verið að ræða á sínum tíma. Coggins hafi verið myrtur af þeirri ástæðu að hann var blökkumaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum