fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fókus

Marteinn Mosdal snýr aftur og hefur leyst vanda Landspítalans: „Þessi aumingjaskapur veldur því að spítalinn er troðinn“

Fókus
Þriðjudaginn 4. febrúar 2020 20:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Marteinn Mosdal, hinn skeleggi talsmaður Ríkisflokksins, ætti að vera flestum landsmönnum kunnur. Hann segist vera kominn með lausn við vanda Landspítalans á Facebook-síðu sinni en markmiðið er líkt og svo oft áður að rétta af hlut ríkissjóðs.

„Það er öllum ljóst að heilsuleysi landans er að sliga Ríkisspítalann. Þessi aumingjaskapur veldur því að spítalinn er troðinn af sjúklingum sem ættu bara að hanga heima hjá sér, í stað þess að þjösnast á ríkinu. Það þarf að laga þessa óreglu sem er búin að ganga alltof langt. Ég …ég meina Ríkisflokkurinn er með lausn á þessum vandræðagangi,“ segir Marteinn.

Hann segir málið raunar ofureinfalt: „Hver og einn hefur rétt á aðgengi að heilbrigðisþjónustu einu sinni á mánuði sem miðast við afmælisdag í mánuðinum. Sá sem er fæddur sjöunda fær aðgang og rétt til heilbrigðisþjónustu sjöunda hvers mánuðar. Þeir sem fæddir eru 31. í mánuðinum verða að sitja af sér mánuði með færri dögum. Sömuleiðis þeir sem eru fæddir 29. febrúar. Með þessu næst sparnaður sem kemur í veg fyrir óþarfa sjúkrabyggingar og að Ríkissjóður sé blóðmjólkaður.“

Ef það var ekki nokkuð ljóst fyrir þá er þetta að sjálfsögðu grín en Marteinn Mosdal er ein dáðasta persóna Ladda, Þórhalls Sigurðssonar. Síðan er ekki á vegum Ladda en síðuhaldari nær nokkuð vel helstu töktum Marteins. Enda sló færslan í gegn og fékk fjölda læka og deilinga.

https://www.facebook.com/170423499646790/photos/a.1022932091062589/2870879956267784/?type=3&__xts__%5B0%5D=68.ARAjRIm63nahwxbTYfWV1L1r-dO9YDO0IQOpLKfrbS2RjhFwHeaJIItJy_s0g-AKzJqhQoyGi-Lgzs-FpXppHwkXiNyucNjdNcYeA_ks1gIJYwToFvU1WvCGougSzq9I1DRyclwtjWaLdCFMHfucj4bxMHwx2Ok_mgHxNtCn4DeTlWAyLH2ut9mGK6Jo8A84AZKZMNVY1pxwbZ4lc8M9nmnbbinxJbxR4CKDjMJn2CyFCx8SzZGPSJKSkLnZ6_ryIezu7TyqmiZjKf8Nyn2oLpHNwZ3QeqeqapMydSG5zbguotANwJ1x0hlUsae63rl5-_Z4w4vui1GYLQYQFmPL6nadBA&__tn__=-R

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum

Hera í Eurovision á morgun en útlitið afar svart samkvæmt veðbönkum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum

Lofar þeim sem styrkja hana kampavínsboði á Bessastöðum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann

Vikan á Instagram – Hitti Gylfa Ægis á bensínstöð og knúsaði hann
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“

Kristel vaknaði með mikla áverka – „Ég fékk að heyra að fólk hafi séð einhvern mann drösla mér heim“