fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Þetta eru stundvísustu flugfélögin og flugvellirnir

Kristján Kristjánsson
Miðvikudaginn 29. janúar 2020 21:15

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Breska greiningarfyrirtækið OAG tók nýlega saman lista yfir stundvísustu flugfélög heims og flugvelli. Miðað við listann þá er ljóst að best er að horfa til austurs þegar skoðað er hvaða félög og flugvellir standa sig best hvað varðar stundvísi. Evrópskir flugvellir og flugfélög standa sig almennt ekki eins vel í að koma vélunum á loft á réttum tíma og er gert víða annarsstaðar í heiminum.

Skýrslu OAG er skipt upp í nokkra kafla þar sem frammistaða flugfélaga og flugvalla er mæld eftir stærð þeirra og staðsetningu í heiminum. Samkvæmt skýrslunni er Garuda Indonesia það flugfélag sem stendur sig best í að koma vélum sínum í loftið á réttum tíma. Af stóru flugfélögunum er það rússneska flugfélagið Aeroflot sem stendur sig best en 86,7% flugum félagsins lenda á áfangastað með minna en fimmtán mínútna seinkun.

Ef horft er á heiminn sem eina heild þá eru það auk Aeroflot flugfélög á borð við Latam Airlines Group (frá Chile), Delta Airlines, Nippon Airlines og hið Skandinavíska SAS sem standa sig einna best í að halda áætlun.

Hvað varðar flugvelli heimsins þá er Sheremetyevo flugvöllurinn í fyrsta sæti yfir þá flugvelli sem fleiri en 30 milljónir farþega fara um árlega. Á eftir fylgja Haneda í Tókýó, Changi í Singapore, Atlanta  og Seattle í Bandaríkjunum.

Af aðeins minni flugvöllum, þeim sem 20 til 30 milljónir farþega fara um árlega, stendur Sabiha Gökcek í Istanbúl sig best. Þar á eftir koma Minneapolis, Detroit og Sao Paolo.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 2 dögum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 3 dögum

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?

Íbúar slegnir vegna aðgerða lögreglu – Eru Gilgo-morðinginn og „slátrarinn í Manorville“ einn og sami maðurinn?
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin