fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Ný mynd frá Mars sýnir fallega en óvægna plánetu

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 24. janúar 2020 19:30

Þetta er glæsileg mynd. Mynd: ESA/DLR/FU Berlin

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Evrópska geimferðastofnunin ESA birti nýlega mynd sem var tekin í nóvember 2006 af norðurpólnum á Mars. Á henni sjást stórar ísbreiður, dimmar dældir og öflug óveður.

Vinstra megin sjást nokkur ský sem hafa líklegast myndast í litlum staðbundnum óveðrum sem þyrla ryki upp í andrúmsloftið. Universe Today skýrir frá þessu.

Mars er sú pláneta í sólkerfinu sem líkist jörðinni einna helst. Á Mars er eitt ár þó tvöfalt lengra en hér á jörðinni. Á einu ári verða miklar breytingar á yfirborði plánetunnar, sérstaklega við norðurpól hennar. Á veturna frýs hann algjörlega og þegar frostið fer niður í 143 gráður er orðið svo kalt að frosinn koltvísýringur leggst ofan á ísinn.

Myndin var tekin með mjög öflugri myndavél, High Resolution Stereo Camera, sem er um borð í Mars Express gervihnettinum sem er á braut um Mars og hefur verið síðan 2003. Gervihnötturinn á að rannsaka yfirborð Mars og þær breytingar sem verða á því og hafa orðið í gegnum tíðina. Vísindamenn hafa sérstakan áhuga á íslögunum á yfirborðinu því þau geta sagt ýmislegt um fortíðina. Þegar ísinn myndast frystir hann um leið „mynd“ af aðstæðunum á plánetunni á þeim tíma og segir því sögu hennar.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Í gær

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum

Áhugaverð niðurstaða nýrrar rannsóknar á háhyrningum
Pressan
Fyrir 2 dögum

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson

Jákvæð niðurstaða nýrrar meðferðar við Parkinson
Pressan
Fyrir 3 dögum

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi

Skólapiltur reyndi að berja sofandi samnemendur sína með hamri þegar þeir sváfu – Var að vernda sig gegn uppvakningaheimsendi
Pressan
Fyrir 3 dögum

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna

Tók myndir upp undir kjóla og pils 107 kvenna
Pressan
Fyrir 5 dögum

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin

Harmleikur í Svíþjóð – Tvö börn fundust látin
Pressan
Fyrir 5 dögum

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva

Tæplega helmingur kínverskra stórborga er að sökkva
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“

Sýknaður af ákæru um ölvunarakstur – Þjáist af „bruggsjúkdómi“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?

Sanna sagan á bak við Netflixþættina Baby Reindeer sem hafa slegið í gegn – Hvað varð um Richard og Mörthu og hver er hin raunverulega Martha?