fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Stjörnusíli í Söngvakeppninni

Fókus
Laugardaginn 25. janúar 2020 09:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögin sem keppa í Söngvakeppninni voru afhjúpuð um síðustu helgi og kennir þar ýmissa grasa. Svo virðist sem ein kynslóð sé að hverfa úr keppninni og önnur nýrri að taka við. Í þeirri nýju er að finna afkvæmi margra, frægra Íslendinga sem margir hverjir hafa gert það gott í Söngvakeppninni í gegnum tíðina.

Elísabet Ormslev.

Lagahöfundurinn Birgir Steinn Stefánsson er skrifaður fyrir lögunum Dreyma og Klukkan tifar, en það síðara samdi hann meðal annars í félagi við föður sinn, Stefán Hilmarsson. Stefán þarf vart að kynna, enda söng hann einn farsælasta Eurovision-slagara Íslendinga, Draum um Nínu. Elísabet Ormslev flytur lagið Elta þig en móðir hennar er Helga Möller, upprunalega Eurovision-stjarnan. Nína Dagbjört Helgadóttir flytur lagið Ekkó en móðir hennar er engin önnur en söngkonan Rúna Stefánsdóttir.

Nína Dagbjört.

Ísold Wilberg Antonsdóttir er annar helmingur dúettsins í Klukkan tifar en móðir hennar er listakonan Lína Rut Wilberg, sem hefur notið velgengni víða um heim. Þá má ekki gleyma rapparanum Jóa Pé, Jóhannesi Damian Patrekssyni, sem er í lagahöfundateyminu á bak við Ævintýri. Hann er að sjálfsögðu sonur handboltakappans Patreks Jóhannessonar, eins og oft hefur komið fram, og þar af leiðandi frændi forsetans, Guðna Th. Jóhannessonar.

Ísold hér til vinstri.
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði

Sophia Bush kemur út úr skápnum – Blæs á kjaftasögurnar um hvernig nýja sambandið byrjaði
Fókus
Fyrir 2 dögum

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir

Svona eiga þau saman – Ekki aðeins æðislegir elskhugar heldur líka mjög góðir vinir