fbpx
Laugardagur 13.september 2025
Fókus

Sérkennileg íbúð í Norðurmýrinni höfð að háði og spotti: „Svona halda vampírur að mannfólk vilji hafa svefnherbergi“

Fókus
Þriðjudaginn 14. janúar 2020 20:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ef það er eitthvað sem Íslendingar elska að gera þá er það að gera grín. Með tilkomu samfélagsmiðla hefur það orðið enn auðveldara að gera grín að hverju og hverjum sem er en Íslendingar eru duglegastir að nota miðilinn Twitter undir grínið. Í dag var það óvenjulegt svefnherbergi sem vakti upp háð hjá íslenskum netverjum.

Hrafn Jónsson, pistlahöfundur og kvikmyndagerðarmaður, deildi í dag mynd sem hefur vakið mikla athygli á Twitter. Myndin er úr húsi sem stendur við Kjartansgötu í miðbæ Reykjavíkur. Húsið er hið eðlilegasta að utan en Hrafn vekur athygli á óvenjulegum innanhússarkitektúrnum. „Hvernig líst þér á hönnunina á svefnherberginu? Þetta er í áttina, en væri hægt að láta það vera meira eins og 90s baðherbergi?“ skrifar Hrafn með myndinni sem hefur fengið mikinn fjölda athugasemda.

Svefnherbergið sem um ræðir

„Það þyrfti tarantúlu uppí rúminu til að ég stígi fram úr á þessar flísar,“ segir ein. „Svona halda vampírur að mannfólk vilji hafa svefnherbergi,“ segir annar. Þá segir einn að svefnherbergið minni hann á þátt úr Black Mirror sjónvarpsseríunum. „Mér verður kalt við að sjá þetta,“ segir þá annar. Þá bendir Guðmundur Jörundsson, sem er hvað þekktastur fyrir að stofna fatamerkið JÖR, á óvenjulega staðsetningu fataskápsins. „Geggjað touch. Endalaust veggpláss en setjum hann fyrir gluggann.“

Hér fyrir neðan má sjá fleiri myndir úr íbúðinni

Hvað segja lesendur? Er þetta óvenjulegt eða flott?

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen

Rifjar upp þegar hún smurði samlokur fyrir vændiskonur Charlie Sheen
Fókus
Fyrir 2 dögum

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“

Kristbjörg: „Að heyra í sprengjunum var óraunverulegt og skelfilegt“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar

Heimspekingur fullyrðir að það sé vissulega líf eftir dauðann og rekur ferðalagið sem bíður okkar
Fókus
Fyrir 3 dögum

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði

Leikarinn fór í fitusog eftir að vændiskona særði tilfinningar hans með einu orði