Íslenska landsliðið vann í kvöld stórsigur á Rússum, 34-23. Leikurinn var hluti af Evrópumeistaramóti karla í handknattleik, þetta var annar leikur af þremur á mótinu. Íslendingar unnu Dani um helgina og eiga mikilvægan leik gegn Ungverjum eftir.
Sigurinn virtist í raun aldrei í hættu, enda var Ísland með yfirhöndina allan leikinn. Þessir yfirburðir Íslands hafa að öllum líkindum ollið því að Íslenskir áhorfendur voru ekki eins taugatrekktir líkt og í leiknum gegn Dönum, en mikið hefur verið um gleði og gaman á samfélagsmiðlinum Twitter. Á miðlinum hefur leikurinn gegn rússum verið afskaplega áberandi og lítið annað en hrós og glens komist fyrir.
Hér að neðan má sjá nokkur tíst er varða leikinn gegn Rússum.
Þú eltir mig nú samt útum allt í um áratug…tókst mig kannski ekki úr umferð samt🤷♂️ https://t.co/uYIVw6s93R
— Eidur Gudjohnsen (@Eidur22Official) January 13, 2020
Alltaf erfitt að spila við Rússland. Maður fær þjóðsöngvaminnimáttarkennd.
Þvílikt lag hjá Rússunum.
— Sigurður O. (@SiggiOrr) January 13, 2020
ég er að móðurlega tárast yfir Viktori, svo innilega glaður að verja öll þessi skot
— glówdís (@glodisgud) January 13, 2020
mér finnst smá leiðinlegt að handboltaleikmenn geti ekki lengur fengið “krossinn” frá dómurum, það var drullunett dæmi
— Tómas (@tommisteindors) January 13, 2020
Það er svo gaman að horfa á þetta handboltalið okkar, gleði og samvinna. Ekki skemmir fyrir að vera umkringd dönum á sama tíma 🇮🇸👏🏼 #emruv
— Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir (@aslaugarna) January 13, 2020
Frank Hvam virðist vera kominn í team Ísland eftir síðasta leik pic.twitter.com/MhYMmUOdQ8
— Starkaður Pétursson™ (@starkadurpet) January 13, 2020
Rússneskir handboltamenn voru miklu veðraðri hér áður fyrr – grárri, ljótari, með meiri skalla og lífsleiðari. Sennilega reykja þeir bara minna. Vond þróun.
— dagurbollason (@DagurBollason) January 13, 2020
Ef ég hef eitthvað lært þessa tvo vetur í Verkmenntaskólanum í Neskaupstað heyrist mér á öllu að rússneski þjálfarinn sé að biðja einhvern um ýta bílnum sínum.
— Helgi Seljan Jóhannsson (@helgiseljan) January 13, 2020
Veit ekki með ykkur en svona í fljótu bragði sýnist mér við vera bestir í þessu móti. Vert að taka fram að ég er enginn sérfræðingur, en finnst það samt blasa við..
— Björn Sigurbjörnsson (@bjossilitli) January 13, 2020
Allir í rússneska landsliðinu hafa nefbrotnað einhvern tímann á lífsleiðinni.
— Árni Vil (@Cottontopp) January 13, 2020
Sá ekki Danaleikinn út af soltlu en það er alveg morgunljóst að við erum að fara verða Evrópumeistarar.
— Tómas Þór Þórðarson (@tomthordarson) January 13, 2020
Mikilvægasti maðurinn á vellinum er starfsmaðurinn sem passar upp á að ískrið í skónnum skili sér heim í stofu til áhorfenda
— gunnare (@gunnare) January 13, 2020
Ef Ísland vinnur með 8 mörkum eða meira endurgreiði ég öll sjónvörp sem keypt voru í dag. #islrus
— Guðmundur Jörundsson (@gudmundur_jor) January 13, 2020
–
Gummi á töfluna tússar
taktík og leikkerfi pússar:
"Skelfum þá, skorum,
skjótum og þorum!"
Nú steinliggja ráðvilltir Rússar.#handboltalimrur#emruv#handbolti #ehfeurope2020— Golli – Kjartan Þorbjörnsson (@gollmundur) January 13, 2020
Þið (heimsk): horfið á handbolta og fótbolta
Ég (gáfaður): horfi bara á anime klám
— Siffi (@SiffiG) January 13, 2020
Góður leikur. Gaur í rússneska liðinu sem lítur alveg eins út og stóri bróðir vinar míns
— Jakob Birgisson (@jakobbirgis) January 13, 2020
Frábær liðsheild og sterk vörn. Fjörið heldur áfram 🙏🏻Gaman að sjá innkomuna hjá Viktori Gísla og Viggó Kr. 💪 Áfram Ísland!
— þorgerður katrín (@thorgkatrin) January 13, 2020
Stundum óska ég þess að ég hefði æft handbolta og náð að spila fyrir landsliðið bara til þess að geta heyrt íslensku lýsendurna hafa uppi háfleyg lýsingaorð um tröllslega líkamsburði mína.
— Theodór Ingi (@TeddiLeBig) January 13, 2020
Þessar lægðir mega alveg halda áfram að koma á meðan handboltalandsliðið er að spila svona! #Handkastið
— Elvar Geir Magnússon (@elvargeir) January 13, 2020
Þá er spurning um leikjafræðina. Óska eftir jafntefli hjá Dönum og Ungverjum, svo við séum komin áfram eða vonast til að Danmörk vinni stórsigur til að hámarka líkurnar á tveimur sigum í milliriðli?
— Stefán Pálsson (@Stebbip) January 13, 2020
Seltjarnarnesið að skila. Viggó, Guðjón Valur og Alexander Petterson allir að gera frábæra hluti. Segiði svo að anansinn sé ekki að skila sér! #ISLRUS
— Árni Helgason (@arnih) January 13, 2020
Eitt ráð fyrir Rússa eftir leik. Ekki fara að… pic.twitter.com/Bb1kBfukD9
— Árni Torfason (@arnitorfa) January 13, 2020
Það vinnur með okkur að Guðmundur Guðmundsson, landsliðsþjálfari, er sá eini í Evrópu sem man reglurnar.
— Bragi Valdimar (@BragiValdimar) January 13, 2020
Gummi Gumm og Gunni Magg. Eigum við betra þjálfarapar?
— Einar Gudnason (@EinarGudna) January 13, 2020
Frábær leikur. Það er eiginlega ekki hægt að útskýra hversu mikilvægt er að fá Alexander Petersson inn. Hann gefur liðinu ekki bara heimsklassa gæði heldur leiðir hann liðið áfram með viðhorfi sínu, krafti og vilja. Geggjaður.
— Arnar Sveinn (@arnarsveinn) January 13, 2020
🇮🇸🇮🇸🇮🇸
— Aron Einar (@ronnimall) January 13, 2020
Ef íþrótt er þannig að íslendingar eru góðir í henni þá er það ekki íþrótt þess virði að spila. Don't @ me
— Hans Orri (@hanshatign) January 13, 2020
Þessi sagði að Ísland myndi aldrei spila eins góðan leik aftur á mótinu eftir sigurinn á Dönum. Hold kjeft Ulrik (sagt með extra miklum og ýktum dönskum hreim) pic.twitter.com/TC7WAdqIjN
— Rikki G (@RikkiGje) January 13, 2020
Jæja, það var alla vega gott að Logi Geirs mætti ekki overdressed í settið. 😐 #emruv
— Haukur Bragason (@HaukurBragason) January 11, 2020