fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

Lögreglan í eltingarleik við réttindalausan mann inn í Sandgerði

Ágúst Borgþór Sverrisson
Laugardaginn 19. ágúst 2017 08:54

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Lögreglan á Suðurnesjum hafði afskipti af allmörgum ökumönnum í vikunni sem höfðu gerst brotlegir með einum eða öðrum hætti. Einn þeirra, sem ók sviptur ökuréttindum, lét ekki segjast þegar lögregla gaf honum ítrekað merki um að stöðva bifreiðina á Sandgerðisvegi heldur ók til Sandgerðis þar sem hann var handtekinn.

Annar, sem ók á rangri akrein á Reykjanesbraut, nærri Flugstöð Leifs Eiríkssonar, var handtekinn grunaður um ölvun. Þriðji ökumaðurinn sem handtekinn var, sviptur og grunaður um akstur undir áhrifum vímuefna, var ekki í neinu ástandi til skýrslutöku þegar á lögreglustöð var komið.

Þá voru nær tuttugu ökumenn kærðir fyrir of hraðan akstur. Þar af var einn, erlendur ferðamaður sem ók á 92 km hraða þar sem hámarkshraði er 50 km á klukkustund. Hann var jafnframt staðinn að því að aka hægra megin fram hjá öðrum ökutækjum á kafla þar sem slíkur framúrakstur er bannaður.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Silva aftur heim
Fréttir
Í gær

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu

Segja að Rússar hyggist neyða íbúa á herteknu svæðunum til herþjónustu
Fréttir
Í gær

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“

Klæddist eins og ruslapoki til að stela tveimur hleðslutækjum – „Ég hélt að einhver væri að grínast í mér“
Fréttir
Í gær

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina

Fríkirkjan Kefas fær að standa – Lýður taldi sig eiga lóðina
Fréttir
Í gær

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram

Tíðindi hjá Sverri Einari: B5 hættir starfsemi en Exit heldur áfram
Fréttir
Í gær

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“

Stefán Einar svarar fyrir sig – Segir ómerkilega menn hafa ráðist á eiginkonu hans – „Þá skortir sómakennd til að sjá að sér“
Fréttir
Í gær

Elín Hirst óttast um velferð föður síns

Elín Hirst óttast um velferð föður síns