Tilgangurinn með að gefa miðana er að fá ferðamenn til að skoða minna þekkt svæði í landinu og að reyna að draga úr því mikla álagi sem verður á höfuðborgina Tókýó næsta sumar en þá fara Ólympíuleikarnir fram þar. CNN skýrir frá þessu.
Yfirvöld reikna með um 10 milljónum ferðamanna til Tókýó í tengslum við leikana. Því er vonast til að þeir ferðamenn, sem hafa lítinn áhuga á íþróttum, fáist til að fara út fyrir borgarmörkin ef þeir fá ókeypis flugmiða.
Til að koma til greina þarf fólk að skrá sig á lista hjá japanska Mileage Bank yfir fólk sem ferðast mikið. Þeir sem verða svo heppnir að fá miða fá ekki að vita um áfangastaðinn fyrr en nokkrum dögum fyrir brottför. Þá geta hinir heppnu valið á milli fjögurra áfangastaða sem flogið er til frá Tókýó eða Osaka.