fbpx
Fimmtudagur 03.júlí 2025

Lesið í tarot Ernulands: Átök við drauga fortíðar

Ritstjórn Bleikt
Miðvikudaginn 1. janúar 2020 15:00

Erna Kristín.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Erna Kristín Stefánsdóttir, betur þekkt sem Ernuland, hefur vakið mikla athygli í baráttunni fyrir líkamsvirðingu. DV fannst tilvalið að lesa í tarotspil Ernu og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér á nýju ári, en lesendum DV er bent á að þeir geta sjálfir dregið tarotspil á vef DV.

Gerir upp fortíðina

Fyrst er það 9 sverð. Það táknar að þótt Erna Kristín beri sig vel og virðist full af sjálfsöryggi, ber hún enn þungar byrðar úr fortíð sinni sem hún hefur ekki gert almennilega upp. Hún þarf að takast á við drauga fortíðar svo hún geti blómstrað í nútíðinni. Þá þarf hún einnig að hætta að búa til ímyndaðar hindranir á vegi hennar. Erna Kristín á það til að taka nærri sér skoðanir annarra en það tefur aðeins fyrir henni og velferð hennar. Svo virðist sem kvíði og neikvæðni einkenni líf Ernu Kristínar næstu vikur og hún verður að minna sig á að hún er fullfær um að hreinsa hugann og gera upp gamlar skuldir.

Verður að vera einlæg

Næsta spil er 6 stafir. Það táknar að Erna Kristín hefur lagt sig gríðarlega mikið fram síðustu mánuði og ár. Það hefur vissulega tekið á og oft hefur hún verið við það að gefast upp. Það styttist hins vegar í að hún nái að njóta erfiðisins. Hún fær viðurkenningu fyrir störf sín og fær einnig góðar fréttir tengdar einkalífinu. Hún gerir sér sífellt betur grein fyrir því að hún verði að vera 100% einlæg við sig og fylgjendur sína ef hún ætlar að ná jafn langt og hún þráir. Því fyrr sem hún lifir eftir því, því betra.

Eniga meniga

Loks er það 5 mynt. Það táknar nútíðina en fjárhagsáhyggjur eru að plaga Ernu Kristínu og hún á jafnvel erfiðara með að finna verkefni en áður. Þá er einhver fátækt einnig sem umlykur andlegu hliðina og þarf Erna Kristín hugsanlega á nýrri áskorun að halda. Hún þarfnast eflaust ástar, umhyggju og ekki síður athygli um þessar mundir en ætti reyndar að leita betur innra með sér. Með því að gera það finnur hún ný tækifæri sem tengjast framtíðinni og öðlast þannig skilning á tilgangi lífsins. Erna Kristín á góða að og hjálpin er nærri ef hún þarf hana.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“

Agla María var steinhissa: ,,Ég skildi ekkert í þessu“
Fréttir
Fyrir 7 klukkutímum

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi

Hallgrímskirkja önnur fallegasta í heimi
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“

Steini Halldórs spurður út í fyrirsögn í kvöld: ,,Mér er skítsama um hana“
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld

Sjáðu markið sem tryggði Finnum sigurinn í kvöld
Eyjan
Fyrir 9 klukkutímum

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi

Finnst sjálft lýðræðið vera undir á Alþingi
Fréttir
Fyrir 10 klukkutímum

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi

Tíu ára bandarísk stúlka lést úr hjartaáfalli í hitabylgjunni í Frakklandi
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni

Gyokeres vill slíta öll tengsl við Portúgal og sparkar kærustunni
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Stelpurnar okkar fengu frábærar móttökur fyrir fyrsta leik – Myndband

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.