fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Lína Birgitta svarar gagnrýni um Tinder laugina: „Það var enginn skikkaður eða neyddur til að svara spurningu“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Mánudaginn 23. desember 2019 14:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Athafnakonan Lína Birgitta svarar gagnrýni um Tinder laugina. Fjölmargir hafa gagnrýnt stefnumótaþáttinn fyrir óviðeigandi spurningar, eins og „kyngirðu“ og „ertu liggjandi þiggjandi eða gefandi slefandi.“

Sjá einnig: Guðjón og Brynjar rífa í sig Tinder laugina: „Þetta er ógeðslegt, ég get ekki horft á þetta“

Sólborg Guðbrandsdóttir, stofnandi stafræna átaksins gegn kynferðisofbeldis @favitar, gagnrýndi meðal annars þáttinn og spurningarnar á Instagram.

„Af gefnu tilefni: Þér ber engin skylda að svara spurningum á fyrsta deiti (eða yfir höfuð) á borð við: Kyngirðu? Ertu búin að sofa hjá 10+? Ertu liggjandi þiggjandi eða gefandi slefandi. Kynlífið þitt skilgreinir þig ekki neitt og ef þú hefur sofið hjá mörgum ertu ekkert verri. Þú átt skilið að komið sé fram við þig af virðingu. Þú þarft ekki að spila eitthvað klámhlutverk til að teljast nógu góð. Þú ert það,“ kemur fram á Instagram-síðu Fávita.

Sigga Dögg kynfræðingur tók undir með henni í færslunni, ásamt mörgum öðrum sem hryllti við spurningum þáttarins.

Lína svarar fyrir sig

DV hafði samband við Línu Birgittu til að fá hennar svar við gagnrýninni. Hún sagði að spyrlarnir semji spurningarnar í þáttunum með hjálp tökuliðsins (e. crew-ið).

Lína sagði svo sína hlið í Instagram Story áðan og sagðist gera sér fulla grein fyrir því af hverju það hafi skapast mikil umræða um þáttinn.

„Ég ætla að vera eins hreinskilin og ég get verið […] Ég hef sagt frá byrjun að Tinder laugin á að vera óþægilega skemmtilegur þáttur. Þegar ég segi óþægilega skemmtilegur þáttur þá þýðir það ekki að það sé fyrir þig, sem ert að horfa. Það er ekki hægt að gera öllum til geðs, það er engan veginn hægt. Ég skil af hverju fólk er að koma með ákveðna punkta, út af eitthvað sé óviðeigandi af því það koma óviðeigandi spurningar þarna inn. En ég vil taka það 100 prósent fram að þeir keppendur sem tóku þátt í Tinder lauginni, það var enginn skikkaður eða neyddur til að svara spurningu. Eins og ég sagði oft, það er alltaf hægt að segja pass,“ segir Lína Birgitta.

Hún bætir síðan við að þó svo að hver þáttur sé 20 mínútur að lengd, þá hafi í raun tökudagurinn verið fjórir klukkutímar.

„Ég hef varla hlegið jafn mikið á ævinni, þetta var svo gaman,“ segir Lína Birgitta og bætir við að vináttan sem hefur skapast við gerð þáttanna sé henni ómetanleg.

„Það er rosalega erfitt að skila því sem er í gangi, á setti, á svona ótrúlega stuttum tíma. Þannig að það fyrir mér, nr 1. 2. og 3, er ótrúlega dýrmætt […] En ég skil líka að það er sjokkerandi fyrir fólk þegar það koma óviðeigandi spurningar,“ segir hún.

Sjá einnig: Tinder laugin höfð að háði og spotti – „Samantekt: Gaur sem hefur verið í dái síðan 2003 reynir við stelpur“

Ekki sama og fyrsta stefnumót

„Tinder laugin er ekki það sama og þú ferð út að borða með einhverjum aðila á fyrsta stefnumóti. Þú munt augljóslega ekki spyrja svona grófra spurninga á fyrsta stefnumóti,“ segir Lína Birgitta og viðurkennir að hún spyr sjálf að einhverju kynferðislegu þegar hún er á stefnumóti. „Fyrir mér skiptir kynlíf miklu máli þegar kemur að samböndum,“ segir hún.

„Það er ekki hægt að miða fyrsta deit við þátt af Tinder lauginni. Þetta er algjörlega sitthvor hluturinn. Það er ekki hægt að miða þetta saman. Tinder laugin á að vera smá svona sjokkerandi, óþægilega skemmtilegur samfélagsmiðlaþáttur sem fólk horfir á og svona „what the fuck hvað var ég að horfa á“ en vill kannski meira.“

Lína Birgitta tekur það aftur fram að enginn keppandi hafi verið neyddur í að svara spurningu.

„Svo erum við kannski „misviðkvæm“, ef ég má orða það þannig, fyrir ákveðnum hlutum. Ég til dæmis hef mjög svartan húmor,“ segir Lína.

„Ég elska að gera grín af hlutum og mér finnst gaman að tala stundum óviðeigandi. Mér finnst gaman að spyrja kynferðislega spurninga.“

Lína endar spjallið á með því að segja að allir eiga rétt á sinni skoðun og við eigum að bera virðingu fyrir hvert öðru.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum