fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Fréttir

„Óhugnanlegasta kvöld ævi minnar“

Skemmtiferðasigling breyttist í martröð

Einar Þór Sigurðsson
Miðvikudaginn 23. ágúst 2017 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Farþegar um borð í skemmtiferðaskipinu The Carnival Spirit fengu heldur meira en þeir báðu um á dögunum þegar slæmt veður gerði skammt undan ströndum Ástralíu.

Judith segist hafa óttast að skipið myndi leggjast á hliðina.
Smeyk Judith segist hafa óttast að skipið myndi leggjast á hliðina.

Ölduhæð náði tólf til fimmtán metrum og vindhraði var rúmir 30 metrar á sekúndu sem er dágott. Rúmlega 2.100 farþegar voru um borð í skipinu þegar óveðrið gerði og urðu nokkrar skemmdir á innanstokksmunum. Glös og diskar féllu úr skápum og hillum og á myndum sem farþegar birtu á samskiptamiðlum má sjá mat á víð og dreif um skipið.

Judith Spence, farþegi um borð, segir að hún hafi upplifað eina verstu nótt ævi sinnar þegar óveðrið gerði. „Ölduhæð var tólf metrar, stundum fimmtán og vindhraði var 30 metrar á sekúndu. Mjög margir veikir í dag. Hélt að skipið myndi leggjast á hliðina,“ hefur vefútgáfa breska blaðsins Mirror eftir henni. „Þetta var óhugnanlegasta kvöld ævi minnar,“ bætir hún hún.

Þrátt fyrir slæmt veður og eflaust örari hjartslátt hjá mörgum farþegum var ekki tilkynnt um nein slys á fólki. Skipið kom til hafnar í Sydney í Ástralíu á mánudag.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði

Kjartan vill að stakir frídagar verði færðir að helgum: Slíta í sundur vinnuvikuna og valda margvíslegu ónæði
Fréttir
Í gær

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd

Bandaríkin sendu Úkraínu nýtt vopn með mikilli leynd
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð

Leyniskjöl sögð staðfesta skelfilegan dauðdaga íranskrar táningsstúlku sem mótmælti reglum um klæðaburð
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi

Vægur dómur fyrir ofbeldi í nánu sambandi