fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024

Hollywood-stjörnur sem eyddu áramótum á Íslandi

Auður Ösp
Laugardaginn 28. desember 2019 16:00

Meghan Markle

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ísland hefur fest sig rækilega í sessi sem áfangastaður um áramótin, enda hafa ófáar Hollywood-stjörnur fagnað nýja árinu hér á landi.

Hollywood-leikstjórinn Quentin Tarantino heillaðist af áramótunum á Íslandi árið 2006 og kallaði þau „stærstu flugeldasýningu í heimi.“ Hann eyddi næstu áramótum einnig hér á landi. „Ég get næst­um ekki ímyndað mér ára­mót­in ann­ars staðar héðan af. Því Íslend­ing­ar drekka eins og brjálæðing­ar öllu jafna en á gaml­árs­kvöld missa þeir gjör­sam­lega vitið – sér­stak­lega kon­urn­ar og þær drekka ákaft,“ sagði Tarantino í spjallþætti Davids Letterman á sínum tíma.

Þá var rokkarinn Sting staddur  á Íslandi þegar árið 2013 gekk í garð, ásamt eiginkonu sinni Trudie Styler, börnunum þeirra fjórum og tveimur börnum Sting úr fyrra hjónabandi. Fjölskyldan dvaldi í Stóru Mörk undir Eyjafjöllum og fengu þjón og kokk til að reiða fram hátíðarmatinn.

Meghan Markle, hertogaynjan af Sussex og fyrrverandi leikkona, var stödd á Íslandi ásamt vinum sínum þegar árið 2016 gekk í garð. Þetta voru seinustu áramótin hennar sem einhleyp kona en aðeins nokkrum mánuðum síðar hófst ástarsamband hennar og Harrys Bretaprins.

Skoski stórleikarinn Gerard Butler dvaldi á Íslandi um síðustu áramót og sást meðal annars til hans í karókípartíi á Tapasbarnum þar sem hann lék á als oddi. Annar þekktur leikari, hinn bandaríski Danny McBride, var einnig staddur hér á landi um síðustu áramót en á sama tíma hélt hann upp á 42 ára afmæli sitt, þann 29. desember. Leikarinn birti meðal annars áramótakveðju á Instagram þar sem hann var staddur í Bláa lóninu en hann mun hafa dvalið ásamt fjölskyldu sinni í glæsivillu í Grímsnesi.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 3 klukkutímum

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs

Ófrjósemisaðgerðum hefur fjölgað mikið í Bandaríkjunum í kjölfar þrengri heimilda til þungunarrofs
433Sport
Fyrir 4 klukkutímum

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning

Conte kominn með nýtt verkefni – Mun gera þriggja ára samning
Fréttir
Fyrir 5 klukkutímum

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði

Málefni Salarins í Kópavogi: Saka bæjarstjóra um takmarkaðan skilning og áhuga á lýðræði
Fréttir
Fyrir 6 klukkutímum

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“

Ögmundur segir Kveiks-málið meira en starfsmannamál – „Gróf ærumeiðing um góða og faglega fréttakonu“
Fréttir
Fyrir 8 klukkutímum

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans

Ólga í sjónvarpsgeiranum: Missir verkefni til bróður síns sem er kærður fyrir kynferðisbrot gegn dóttur hans
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“

Telur pirring ríkja fyrir norðan – „Þetta er ekki að slá ryki í augun á neinum“
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“

Féll í yfirlið á Subway og var fluttur á sjúkrahús: ‘Stóri engillinn’ kom til bjargar – ,,Er allt í lagi með þig!?“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

England: Chelsea kom til baka á Villa Park

Tarot Spil

Veldu þér spil og sjáðu spádóm þinn.