fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Þetta er knattspyrnufólk ársins á Íslandi – Gylfi og Sara áfram í sérflokki

Hörður Snævar Jónsson
Miðvikudaginn 18. desember 2019 10:56

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmannaval KSÍ hefur valið Gylfa Þór Sigurðsson og Söru Björk Gunnarsdóttur knattspyrnufólk ársins 2019. Þetta er í 16. sinn sem knattspyrnufólk ársins er sérstaklega útnefnt af KSÍ og eru það fjölmargir aðilar, m.a. fyrrverandi landsliðsmenn, þjálfarar og forystumenn í knattspyrnuhreyfingunni, sem velja.

Knattspyrnumaður ársins
1. sæti


Gylfi Þór Sigurðsson er Knattspyrnumaður ársins í áttunda skipti, en hann hefur hlotið nafnbótina frá árinu 2012. Gylfi Þór leikur með Everton í ensku úrvalsdeildinni og hefur verið þar lykilmaður undanfarin ár. Liðið endaði í 8. sæti á síðasta tímabili, þar sem Gylfi lék 38 leiki, skoraði í þeim 13 mörk og gaf sex stoðsendingar. Fyrir Everton hefur hann leikið 16 leiki á yfirstandandi leiktímabili og skorað í þeim eitt mark og hefur hann gefið eina stoðsendingu.

Gylfi hefur verið lykilmaður í íslenska landsliðinu á árinu og leikið tíu leiki með Íslandi á árinu og skoraði í þeim tvö mörk. Liðið tryggði sér sæti í umspili fyrir lokakeppni EM 2020 þar sem það mætir Rúmeníu í undanúrslitum þess í mars á Laugardalsvelli.

2. sæti
Jóhann Berg Guðmundsson hefur átt gott ár, hvort sem það er með landsliðinu eða félagsliði sínu, Burnley. Liðið endaði í 15. sæti í ensku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili, en Jóhann Berg lék 29 leiki í deildinni, skoraði þrjú mörk og gaf átta stoðsendingar. Hann lék einnig fimm leikið með liðinu í forkeppni Evrópudeildarinnar og var þetta í fyrsta sinn í 51 ár sem félagið lék í Evrópukeppni. Á yfirstandandi leiktímabili hefur Jóhann Berg leikið 4 leiki með liðinu í ensku úrvalsdeildinni og skorað eitt mark.

Hann hefur leikið fjóra leiki með landsliðinu á árinu og skoraði hann sigurmark liðsins í 1-0 sigri gegn Albaníu í júní.

3. sæti
Ragnar Sigurðsson hefur átt frábært ár, hvort sem það er með félagsliði sínum FK Rostov, eða landsliðinu. Liðið endaði í 9. sæti í rússnesku úrvalsdeildinni á síðasta tímabili og lék Ragnar þar í 27 af 30 leikjum liðsins. Á yfirstandandi leiktímabili hefur hann leikið 13 leiki með liðinu, en það situr í 3. sæti deildarinnar eftir 19 leiki.

Ragnar lék 10 leiki með Íslandi árið 2019 og skoraði í þeim tvö mörk, en þau komu bæði í 2-1 sigri liðsins gegn Tyrklandi á Laugardalsvelli í júní. Hann lék frábærlega með liðinu á árinu og var t.a.m. valinn í lið undankeppninnar hjá UEFA.

Knattspyrnukona ársins

Sara Björk Gunnarsdóttir

1. sæti
Sara Björk Gunnarsdóttir er Knattspyrnukona ársins í sjötta skipti og fimmta árið í röð, en hún er einn af mikilvægustu leikmönnum Wolfsburg og vann þar bæði deild og bikar á síðastliðnu tímabili, þriðja árið í röð. Á yfirstandandi tímabili hefur liðið ekki enn tapað leik, unnið 11 og gert eitt jafntefli og situr í efsta sæti, þremur stigum á undan Hoffenheim. Sara hefur leikið 11 leiki á tímabilinu og skorað í þeim 5 mörk.

Sara Björk hefur leikið ellefu leiki á yfirstandandi leiktímabili og skorað í þeim fimm mörk. Hún er fyrirliði íslenska landsliðsins og á árinu lék hún níu leiki með liðinu og skoraði eitt mark, gegn Skotlandi á Algarve Cup.

2. sæti
Glódís Perla Viggósdóttir hefur átt frábært ár, en hún varð í fyrsta sinn sænskur meistari með félagsliði sínu, FC Rosengard, á nýliðnu keppnistímabili. Hún lék alla 22 leiki liðsins í deildinni skoraði í þeim þrjú mörk.

Glódís Perla lék 11 leiki með Íslandi á árinu, en liðið hefur farið frábærlega af stað í undankeppni EM 2021 og unnið alla sína þrjá leiki þar og aðeins fengið á sig eitt mark.

3. sæti
Elín Metta Jensen átti gott tímabil með Val, en liðið varð Íslandsmeistari í fyrsta sinn síðan 2010. Hún skoraði á tímabilinu 16 mörk í 18 leikjum og var lykilmaður í velgengni þess.

Með landsliðinu lék Elín Metta 10 leiki og skoraði í þeim sex mörk.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“