fbpx
Mánudagur 06.maí 2024
Fréttir

Glannalegir túristar tjölduðu við 7. holu

Óvenjulegt atvik átti sér stað á golfvellinum Glanna í Borgarfirði í sumar

Kristján Guðjónsson
Þriðjudaginn 29. ágúst 2017 07:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Sjöunda brautin er ógurlega falleg og þar er gott skjól af trjánum. Þetta er líka sléttasta svæði sem er hægt að finna í margra kílómetra radíus,“ segir Jón Freyr Jóhannsson golfáhugamaður sem þurfti nýlega að reka tvo erlenda ferðamenn af golfvellinum Glanna í Borgarnesi þar sem þeir höfðu slegið upp tjaldbúðum á sjöundu brautinni.

Atvikið átti sér stað kvöld eitt um miðjan júlí þegar Jón Freyr, sem er stjórnarmaður í golfklúbbnum, var að fara golfhring eftir kvöldmat.

„Þegar ég mætti sá ég menn vera að baksa eitthvað hinum megin á golfvellinum en velti því ekkert meira fyrir mér – ekki fyrr en þegar kom á teiginn á sjöundu brautinni. Þá sá ég tvö tjöld á miðri brautinni fram undan,“ segir Jón og veltir fyrir sér hvaða reglur gildi ef kúlan lendi á tjaldi á brautinni. „Ég er ekki viss um að það sé tekið sérstaklega fram í reglunum, en spurningin er hvort tjaldið teljist hreyfanleg eða óhreyfanleg hindrun,“ segir hann og hlær.

„Ég sleppti því að slá og hinkraði hjá tjöldunum þar til tveir menn komu til baka. Á bjagaðri ensku viðurkenndu þeir að eiga tjöldin og þeim fyndist staðsetningin góð – það væri hvort sem er enginn þarna. Ég benti á að ég væri nú þarna og kannski kæmu fleiri að spila,“ segir Jón.

„Þeir sýndu ekki á sér neitt fararsnið þannig að ég sagðist ætla að spila nokkrar holur í viðbót en að þeim loknum skyldu þeir vera farnir. Þeir stóðu eftir og virtust vera að athuga hvort ég færi ekki bara heim. En þegar ég kom aftur hunskuðust þeir loksins til að taka tjöldin niður.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“

Skip Eimskips missti fimmtán gáma í sjóinn austan við Vestmannaeyjar og laskaðist – „Mannleg mistök“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“

Þetta hafði þjóðin að segja um kappræðurnar í kvöld – „Hjálp. Hjálpið mér. Ég á svo erfitt með þetta. Ég get samt ekki slökkt“
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur

Varð fyrir barðinu á svikara og þarf að borga Landsbankanum 300 þúsund krónur
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans

Eftir hörmulegt slys á Íslandi hefur hann þetta að segja um Landspítalann og starfsfólk hans
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli

Bönkuðu upp á hjá manninum sem braut gegn dóttur hans – Það endaði með dómsmáli
Fréttir
Fyrir 3 dögum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum

Íbúi í Laugardal orðinn þreyttur á suði frá sendidrónum AHA – Eigandi segir engan truflandi hávaða af drónunum