fbpx
Miðvikudagur 05.nóvember 2025
Fókus

Guðjón og Brynjar rífa í sig Tinder laugina – „Þetta er ógeðslegt, ég get ekki horft á þetta“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Þriðjudaginn 17. desember 2019 12:00

Guðjón Smári og Brynjar Ingi gagnrýna Tinder laugina harðlega.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég fékk að velja hvað við ætlum að horfa á og þetta er viðbjóður,“ segir Guðjón Smári, einn þáttastjórnandi Alvarleikans. Guðjón Smári og Brynjar Ingi gera grín að hinum ýmsu hlutum í þættinum Alvarleikanum. Í nýjasta þættinum, sem kom einnig út í myndbandsformi, horfa þeir á fyrsta þátt Tinder laugarinnar og ræða um atburði þáttarins á meðan honum stendur.

Í þættinum er Reynir Bergmann, 39 ára, kynnir og Gauti Gunnlaugsson, 27 ára, spyrill. Lína Birgitta hefur umsjón með þættinum.

Það eru þrír kvenkyns keppendur sem Gauti spyr spurninga. Þátturinn er settur upp eins og Djúpa laugin, fyrir þau sem muna eftir þeim þætti. Það kemur fram í þættinum að keppandi númer tvö sé aldurforseti keppanda og er 22 ára.

„Þannig þér finnst gaman að sjúga?“

„Hver er markhópurinn fyrir þetta,“ spyr Brynjar Ingi þegar Gauti spyr einn keppandann hvort henni finnst gaman að sjúga eftir að hún sagðist vilja vera vampíra á hrekkjavökunni.

Þeir springa svo úr hlátri þegar Reynir Bergmann segir: „Svaraðu spurningunni.“ En segja honum síðan að slaka á þegar Reynir segir: „Hvert var svarið við spurningunni finnst þér gaman að sjúga.“

Brynjar Ingi segir Reyni Bergmann aftur að slaka á þegar Reynir spyr stelpurnar: „Hvernig sex fýlið‘i stelpur?“

Aðeins seinna í þættinum kemur Brynjar með smá uppbyggilega gagnrýni fyrir Reyni: „Ef að brandarinn þinn klikkar þá segirðu hann ekki þrisvar í viðbót.“

Liggjandi þiggjandi, gefandi slefandi?

Guðjón Smári og Brynjar Ingi hneykslast nokkrum sinnum yfir ummælum og spurningum Gauta. Brynjar Ingi öskrar: „OJ!!!“ við hláturköll Guðjóns Smára þegar Gauti spyr keppanda þrjú: „Ertu liggjandi þiggjandi eða gefandi slefandi.“

„Pældu í að detta í hug að segja þetta,“ segir Guðjón Smári.

Brynjar Ingi segir síðan Reyni Bergmann að slaka á í þriðja skiptið þegar hann spyr keppanda eitt: „Ertu í BDSM?“

„Þetta er ógeðslegt, ég get ekki horft á þetta,“ segir Guðjón Smári.

Þeir hafa lítið að segja í lok þáttarins annað en að þeir séu orðlausir.

„Hverjum dettur þetta í hug?“ Spyr Guðjón Smári.

Horfðu á Guðjón Smára og Brynjar Inga horfa á þáttinn og krefja hann til mergjar.

https://www.instagram.com/p/B6JubRsgryw/

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims

Jonathan Bailey er kynþokkafyllsti karlmaður heims
Fókus
Í gær

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“

Kristbjörg kemur til dyranna eins og hún er klædd: „Enginn farði, engin myndvinnsla, engin fullkomin sjónarhorn“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“

Patrekur sá „hrikalegar“ myndir af sér og lét minnka varirnar: „Ég er ekki lengur eins og klámstjarna“
Fókus
Fyrir 2 dögum

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“

Hrekkjavakan á Instagram – „Ef fólk hættir að gagnrýna mig, svelti ég“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér

Hobbitinn ástsæli er kominn út í nýrri þýðingu – Lestu fyrsta kaflann hér
Fókus
Fyrir 3 dögum

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur

Bon Jovi snýr loksins aftur eftir erfiða aðgerð – Miðarnir seljast eins og heitar lummur
Fókus
Fyrir 4 dögum

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“

„Svo þarf ég hérna að nefna ákveðinn fíl í bókmenntastofunni“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum

Rannsóknarlögreglumaðurinn Guðjón: Fólk hefur tapað tugum milljóna á þessum svindlum