fbpx
Laugardagur 13.september 2025
433Sport

Solskjær bað nýjustu stjörnu United um mynd þegar hann var sjö ára: „Vissi að hann yrði stjarna“

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 13. desember 2019 11:10

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, stjóri Manchester United var öruggur á því að Mason Greenwood yrði að stjörnu hjá liðinu. Þetta kveðst Solskjær hafa vitað, þegar hann sjö ára Greenwood í fyrsta sinn.

Greenwood er 18 ára gamall og hefur spilað stóra rullu hjá Solskjær á þessu tímabili, hann skoraði tvö í sigri á AZ Alkmaar í Evrópudeildinni í gær.

,,Ég man eftir því að hafa hitt hann í fyrsta sinn, hann var að æfa á Cliff með syni mínum sem var á eldri. Mason var sjö ára gamall,“ sagði Solskjær.

,,Í fyrsta sinn sem ég sá hann, þá skaraði Mason fram úr. Ég tók mynd með honum og hér er hann í dag, „sagði Solskjær sem var á þessum tíma að þjálfa varalið United.

,,Ég bað um myndina, ég vissi að hann yrði stjarna. Hann á líklega myndina, eða faðir hans sennilega.“

,,Ég man eftir því að krakkarnir ræddu þetta, sonur minn var oft að ræða Mason. Þegar hann skrifaði undir samning hjá okkur, þá var það góð minning.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik

KFR vann neðstu deild í gær í dramatískum leik
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár

Óvænt nafn í hóp hjá City um helgina – Ekki spilað fyrir félagið í tæp tvö ár