fbpx
Sunnudagur 06.júlí 2025
433Sport

Atli Viðar hafnar öllu og segir launamál sín ekki koma öðrum við: „Enginn fótur fyrir málaferlum“

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 12. desember 2019 18:36

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Atli Viðar Björnsson, fyrrum framherji FH hafnar því í samtali við Fótbolta.net að hann hafi ætlað í mál við FH, sökum launa sem félagið skuldar sér. Þetta gerir hann í samtali við Fótbolta.net.

FH hefur skuldað leikmönnum sínum talsverðar fjárhæðir síðustu mánuði og mikið verið fjallað um málið. Fjallað var um málið í Dr. Football í dag en þar er fullyrt að Atli Viðar Björnsson, fyrrum leikmaður félagsins eigi inni einhverjar milljónir hjá félaginu. Atli Viðar hætti í FH fyrir meira en ári síðan. ,,Ég hef fengið 93 ábendingar um að Atli Viðar eigi inni pening hjá FH,“ sagði Hjörvar Hafliðason, stjórnandi þáttarins.

Kristján Óli Sigurðsson, sérfræðingur þáttarins segir að Atli Viðar hafi ætlað í málaferli við FH. ,,Skýrslan er þannig, hann var á leiðinni í málaferli við félagið. Þetta hleypur á einhverjum milljónum, það náði að stoppa þessi málaferli í bili. Ég væri búinn að heyra ef greiðslur væru komnar.“

Atli hafnar þessu öllu í samtali við Fótbolta.net. „Fyrir það fyrsta koma mín launamál öðrum ekki við. Það á samt sama við mig og marga aðra í íþróttahreyfingunni að ég fekk ekki launin alltaf fyrsta hvers mánaðar,“ hélt hann áfram.

„En það hefur ekki hvarflað að mér í eina sekúndu að fara í mál við FH og það er enginn fótur fyrir því. Ég hef bara átt í góðum samskiptum við þá sem stjórna FH síðan ég hætti,“ sagði Atli við Fótbolta.net.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Julian McMahon látinn

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Gittens staðfestur hjá Chelsea

Gittens staðfestur hjá Chelsea
433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“

Þorsteinn: „Erum komin með bakið upp við vegg“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“

Sveindís Jane: „Maður var eiginlega orðlaus yfir þessu“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall

Þurfa að borga 172 milljónir punda til að forðast fall
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum
Kyle Walker í Burnley
433Sport
Fyrir 20 klukkutímum

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“

Einstök fjölskyldustemning í kringum íslenska liðið – „Ekki bara nánasta fjölskylda“
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar

Ákærður fyrir fimm nauðganir en giftist unnustu sinni degi eftir fréttirnar
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu

Pogba grínaðist í blaðamönnum með öruggt sæti í landsliðinu
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“

KSÍ vísar gagnrýnisröddum á bug – „Allt væl um þetta, okkur gæti ekki staðið meira á sama“