fbpx
Föstudagur 03.maí 2024
Eyjan

Þórólfur ósáttur: Allt stopp eftir óveðrið – „Það vantar mikið upp á“

Ritstjórn Eyjunnar
Fimmtudaginn 12. desember 2019 08:46

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þórólfur Gíslason, kaupfélagsstjóri Kaupfélags Skagfirðinga, segir að það vanti mikið upp á að innviðir raforkukerfisins séu í lagi. Þetta hafi komið bersýnilega í ljós eftir óveðrið sem gekk yfir landið á þriðjudag og aðfaranótt miðvikudags en rafmagnsleysi hefur gert íbúum lífið leitt víða á landinu.

„Það er deginum ljósara eftir þetta gjörningaveður sem gengið hefur yfir að það vantar mjög mikið upp á það að innviðir raforkukerfisins séu í lagi. Það hlýtur að vera forgangsverkefni stjórnvalda, eftir að farið verður að kortleggja þær afleiðingar og það tjón sem þetta veður hefur valdið, að hlutast til um að gerðar verði ráðstafanir til þess að byggja upp raforkuinnviðina. Það vantar mikið upp á að þeir séu í lagi,“ segir Þórólfur í Morgunblaðinu í dag og bætti við að vinnsla í frystihúsi, sláturhúsi, mjólkursamlagi og steinullarverksmiðju hefði stöðvast vegna rafmagnsleysisins.

Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, segir við Morgunblaðið í dag að umbætur á dreifikerfi raforku séu aðkallandi og á döfinni. Óveðrið hafi þó verið óvenjulegt. „Það tók út sterkar línur sem hafa staðið af sér mörg óveður fram til þessa,“ segir hún og bætir við á öðrum stað: „Það er auðvitað algjörlega augljóst að raforku- og fjarskiptakerfi snýst um þjóðaröryggi.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Pennar

Mest lesið

Nýlegt

Eyjan
Fyrir 2 dögum

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað

Snorri Jakobsson: Fjárfestar hafa flutt sig af hlutabréfamarkaði yfir á fasteigna- og lóðamarkað
Eyjan
Fyrir 2 dögum

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“

Baldur um viðtalið umdeilda: „Ef ég hefði sagt eitthvað annað, þá hefði ég sagt ósatt“
EyjanFastir pennar
Fyrir 5 dögum

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn

Sigmundur Ernir skrifar: Flestir kjósa til vinstri, líka hægrimenn
Eyjan
Fyrir 6 dögum

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben

Orðið á götunni: Katrín græðir tæpast á tengslum við handlangara Bjarna Ben
Eyjan
Fyrir 1 viku

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón

Jón Sigurður skrifar: Eiga ekki saman Jón og Júróvisjón
Eyjan
Fyrir 1 viku

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar

Borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins til liðs við kosningateymi Katrínar