fbpx
Föstudagur 17.október 2025
433Sport

Hjólar í Ljungberg fyrir að vera ekki í jakkafötum

Hörður Snævar Jónsson
Mánudaginn 2. desember 2019 09:24

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Arsenal gerði jafntefli í fyrsta leik Freddie Ljungberg sem fór fram á Carrow Road í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Arsenal mætti liði Norwich í hörkuleik en bæði lið komust tvisvar á blað. Norwich komst yfir í tvígang en í bæði skiptin jafnaði framherjinn Pierre Emerick Aubameyang og í fyrra skiptið af vítapunktinum.

Paul Scholes, fyrrum miðjumaður Manchester United var ekki sáttur með framkomu Ljungberg í fyrsta leik. Hann hefði viljað sjá Ljungberg bera virðingu fyrir starfinu, og mæta í jakkafötum.

,,Ég hefði haldið að hann færi í jakkaföt, til að láta vita hversu stoltur hann væri að fá starfið,“ sagði Scholes en Ljungberg stýrir Arsenal, tímabundið. Unai Emery var rekinn úr starfi á föstudag og leitar félagið að manni til framtíðar.

,,Það er ekki frábær byrjun, skyrta og bindi sanna að þú hefur aga. Hann er ekki rétti maðurinn í starfið.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði

Rekstur ársins í Laugardalnum á áætlun – Ræddu útfærslur til að mæta auknum dómarakostnaði
433Sport
Fyrir 8 klukkutímum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum

Hrun í áhorfi eftir að Lineker lét af störfum
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu

Selur húsið sitt – Leigjandi frá helvíti bjó til næturklúbb þar og borgaði ekki leigu
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“

Fyrrum umboðsmaður unnustu Sancho hjólar í parið – „Þetta er allt þér að kenna“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane

Þetta er versta augnablikið á ferli Harry Kane
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“

Sendi dóttur sinni afmæliskveðju og eftir það rignir yfir hann tilboðum – „Ég er enn einhleypur, ef þú þarft tengdason“