fbpx
Miðvikudagur 08.maí 2024
Fréttir

„Það er sorglegt að vita til þess að einhverjir geri sér það að leik að skjóta á fugla á hreiðrum“

Hjálmar Friðriksson
Miðvikudaginn 19. júlí 2017 16:11

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Sindri Gíslason, forstöðumaður Náttúrustofu Suðvesturlands, segir það ljóst að fólk hafi gert sér það að leik að skjóta fugla á eggjum við Krísuvíkurbjarg. Starfsmenn stofnunarinnar fundu á dögunum nokkra tugi af riffilskotum við bjargið.

RÚV greinir frá þessu. Lögreglu hefur verið tilkynnt um málið enda óheimilt að skjóta á fugla á eggjum. „Það er fáránlegt að menn með byssuleyfi stundi þetta. Allir sem ljúka skotvopnaprófi eiga að vita að þetta er bannað,“ segir Sindri í samtali við RÚV. Helstu fuglategundir í bjarginu eru ritur, álkur, og svartfuglar.

Stofnunin greinir birtir myndir af skotunum á Facebook og skrifar: „Það er sorglegt að vita til þess að einhverjir geri sér það að leik að skjóta á fugla á hreiðrum.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Í gær

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir

Katrín áfram efst hjá veðbanka þrátt fyrir dalandi fylgi – Þetta eru stuðlarnir
Fréttir
Í gær

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar

Sagt upp eftir að hún krafðist leiðréttingar á kjörum sínum vegna meintrar mismununar
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða

Haraldur segir eldsumbrot við Grindavík senn á enda – Magnús Tumi segir um misskilning að ræða
Fréttir
Fyrir 2 dögum

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni

Neyðarlínan gat ekki fylgt eftir slitnu símtali úr síma eins þeirra sem lenti í flugslysinu á Þingvallavatni