fbpx
Þriðjudagur 08.júlí 2025
Fókus

Eiríkur slær í gegn á Facebook með Despacito: „Hef enga hugmynd um hvað ég er að syngja“

Kristín Clausen
Fimmtudaginn 20. júlí 2017 15:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Ég hef enga hugmynd um hvað ég er að syngja.“ Þetta segir trúbadorinn Eiríkur Hafdal sem lærði nýverið að syngja lagið Despacito. Lagið, í flutningi Luis Fonsi og Justins Bieber, er það allra vinsælasta í heiminum um þessar mundir. Ísland er þar engin undantekning, en Despacito hefur trónað á toppi vinsældalista íslensku útvarpsstöðvanna sem og Iceland top 50 á Spotify undanfarnar vikur. Eiríkur mætti á K100 og tók lagið og hefur upptakan slegið í gegn á Facebook.

Fáir geta þó státað sig af því að geta sungið lagið, sem er að megninu til á spænsku.

„Í byrjun júní áttaði ég mig á því að ég þyrfti að læra Despacito ef ég ætlaði að þrauka sumarið. Allir voru og eru enn að biðja um þetta,“ segir Eiríkur. Eftir að hafa hlusta á lagið í heila viku á „repeat“ var hann búinn að læra viðlagið og fyrstu sex línurnar í laginu utan að.

„Þetta er allt að koma,“ segir Eiríkur sem leggur mikið upp úr því að læra öll þau óskalög sem hann er beðinn um þegar hann er að spila. „Það er gaman að taka óhefðbundin lög.“

Inntur svara um hvaða lag honum þyki leiðinlegast að spila svarar hann hratt og örugglega: „Það er Wonderwall með Oasis. Ég fæ grænar bólur þegar ég svo mikið sem hugsa um það.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Í gær

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar

Vikan á Instagram – Birti gamla mynd fyrir allar aðgerðirnar
Fókus
Fyrir 2 dögum

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London

Fyrrum tengdadóttir Íslands gekk í það heilaga í London
Fókus
Fyrir 3 dögum

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“

Jónas kvartaði yfir ljósum á tónleikum Norah Jones – „Líkt og einhver hefði ruglað saman tónleikum og yfirheyrslu á lögreglustöð“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig

Aðalsteinn og Elísabet selja og stækka við sig
Fókus
Fyrir 4 dögum

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul

Kardashian-fjölskyldan í áfalli: Náin vinkona Caitlyn Jenner lést í bílslysi aðeins 29 ára gömul
Fókus
Fyrir 4 dögum

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina

Útgáfuteiti á föstudag: Hugmyndir um Ísland og Grænland í gegnum tíðina
Fókus
Fyrir 5 dögum

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson

Síðasti Sjens 2025 – Stórtónleikar Retro Stefson