Jean Kean, faðir Moise Kean, viðurkennir mistök í sumar þegar sonur hans var seldur til Everton.
Kean hefur ekkert sýnt með Everton á þessu tímabili en hann kostaði 24,5 milljónir punda frá Juventus.
Hann fær nánast ekkert að spila og óttast faðir hans að ferillinn sé á niðurleið eftir þessi skipti.
,,Að senda son minn til Englands voru mistök því hann er enn ungur strákur. Honum líður ekki vel hjá Everton og ég er ekki hrifinn af þessu,“ sagði faðirinn.
,,Ég vona að hann geti komist aftur til Ítalíu strax. Ég vona að hann fari aftur til Rómar, það er mikilvægt.“
,,Ég á í engu sambandi við umboðsmann hans Mino Raiola. Ég hef aldrei hitt hann og vil aldrei gera það.“