fbpx
Laugardagur 04.maí 2024
433Sport

Þetta hefur Roberto Carlos að segja um leik Íslands og Tyrklands

Einar Þór Sigurðsson
Fimmtudaginn 14. nóvember 2019 13:59

Roberto Carlos er af mörgum talinn einn besti vinstri bakvörður sögunnar.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Einar Þór Sigurðsson skrifar frá Istanbúl: 

Roberto Carlos, fyrrverandi leikmaður Real Madrid og brasilíska landsliðsins, býst við hörkuleik þegar Tyrkir taka á móti Íslendingum í Istanbúl nú síðdegis.

Roberto Carlos þarf ekki að kynna fyrir knattspyrnuáhugamönnum, en þessi skotfasti vinstri bakvörður varð heimsmeistari með Brasilíu og lék í fjölmörg ár með Real Madrid þar sem hann vann meðal annars Meistaradeildina.

Eftir að Carlos yfirgaf Real Madrid gekk hann í raðir Fenerbache og hefur hann fylgst vel með tyrkneskum fótbolta síðan þá. Auk þess að spila með liðinu þjálfaði hann síðar Sivasspor og Akhisar Beledyespor í tyrknesku deildinni.

Í myndbandi sem vefmiðilinn Fotomac í Tyrklandi birti á vef sínum spáir Carlos í spilin og býst hann við að Tyrkir tryggi sér sæti í lokakeppni Evrópumótsins.

„Leikur Tyrklands og Íslands verður mjög áhugaverður. Ég fylgist vel með tyrkneskum fótbolta og gæðin í landsliðinu eru mikil um þessar mundir og þjálfarinn og þjálfarateymið býr yfir mikilli reynslu. Ég held að Tyrkir muni bera sigur úr býtum í góðum leik. Tyrkir eru með bestu stuðningsmennina enda elska þeir fótbolta.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi

UEFA staðfestir breytingarnar – Frábærar fréttir fyrir EM í Þýskalandi
433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær

Búinn að vinna gullhanskann eftir leikinn í gær
433Sport
Fyrir 9 klukkutímum

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“

„Ég held að það skipti engu máli hvað einhverjum manni í Hlíðarsmára finnst“
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“

Telur að út af þessu rætist orðrómarnir um Albert ekki – „Ég held hann velji bara eitthvað annað“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“

Arteta skilur lítið í fréttunum – „Veit ekki hvaðan þær koma“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City

Xavi grátbiður Börsunga um að kaupa eina af stjörnum City
433Sport
Í gær

Juventus leiðir kapphlaupið

Juventus leiðir kapphlaupið
433Sport
Í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær

Lýsingar á meintu broti Kolbeins í ákæru – Málið var tekið fyrir í gær