Manchester United er með forkaupsrétt á Hollendingnum Memphis Depay sem spilar með Lyon.
Þetta hefur yfirmaður knattspyrnumála Lyon, Juninho, staðfest en Memphis var seldur til Lyon frá einmitt United árið 2018.
Hann hefur staðið sig afar vel í Frakklandi og er talið að leikmaðurinn reyni að komast annað næsta sumar.
,,Það er rétt að Manchester United sé með forkaupsrétt á Memphis,“ sagði Juninho.
,,Svona hlutir eru til staðar í fótboltanum en eins og staðan er þá höfum við ekki fengið nein tilboð.“
United hefur til næsta sumars til að klófesta Memphis og nú er að sjá hvað félagið gerir.