fbpx
Laugardagur 23.ágúst 2025
Matur

Kvöldmaturinn klár á hálftíma – Ómótstæðilegur fiskréttur ættaður frá Ítalíu

DV Matur
Þriðjudaginn 12. nóvember 2019 16:29

Girnilegt. Mynd: Skjáskot YouTube @Epicurious

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Á vafri okkar um netið fundum við þessa æðislegu uppskrift að ítalskri fiskikássu með polenta-graut á matarsíðunni Epicurious. Við bara urðum að deila uppskriftinni með okkur því hér er á ferð fullkomin haustréttur.

Ítölsk fiskikássa

Hráefni:

450 g hvítur fiskur, skorinn í bita
salt og pipar
1 msk. nýkreistur sítrónusafi
1 msk. rauðvínsedik
½ tsk. Dijon sinnep
3 msk. ólífuolía
1 bolli þurr polenta
1 hvítlauksgeiri, maukaður
1 meðalstóra, gul paprika, skorin í bita
1 meðalstór kúrbítur, skorinn í bita
1 búnt kirsuberjatómatar, skornir í helminga
1 msk. ferskt basil (eða 1 tsk. þurrkað)
1 tsk. ferskt oreganó (eða ½ tsk. þurrkað)

Aðferð:

Saltið og piprið fiskinn. Blandið sítrónusafa, ediki, sinnepi og 2 matskeiðum af olíu saman í meðalstórri skál. Bætið fisknum út í og blandið saman. Kælið. Eldið polenta-graut samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Hitið restina af olíunni á stórri pönnu yfir meðalhita. Steikið hvítlaukinn í um tvær mínútur en passið að hræra vel í. Setjið hvítlauk á disk. Eldið papriku í sömu pönnu og hrærið reglulega þar til paprikan er mjúk, eða í um 3 mínútur. Bætið kúrbít saman við og eldið í 3 mínútur. Lækkið hitann og bætið tómötum, hvítlauk, fisk og ediksósunni saman við, sem og basil og oreganó. Saltið og piprið. Setjið lok á pönnuna og eldið þar til fiskurinn er eldaður í gegn, eða í um 5 mínútur. Deilið polenta-graut í skálar og skreytið með fiskikássunni. Skreytið með basil og oreganó.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Matur
29.04.2025

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“

Uppáhalds matur barnæskunnar – „Ég skammast mín smá fyrir að segja þetta en það var kallað rónabrauð“
Matur
19.04.2025

Eðlan sú allra besta

Eðlan sú allra besta
Matur
03.03.2025

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“

Elenora Rós er orðlaus yfir viðtökunum – „Mikið ofboðslega er ég lánsöm lítil kona“
Matur
27.02.2025

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“

Bolluuppskrift hlaupadrottningarinnar – „Þessi fylling var himnesk“
Matur
15.12.2024

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum

Hvað er í jólamatinn á Norðurlöndunum? Fjölbreytni og hefðir ráða ríkjum
Matur
17.11.2024

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók

Að tala við „Lækninn í eldhúsinu“ er eins og að eiga samtal við uppskriftabók
Matur
10.09.2024

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir

Segir að máltíð dagsins á Subway hafi hækkað um 100% – Hagnaður í fyrra 128 milljónir
Matur
02.09.2024

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði

Vonsvikin með viðbragðstíma Wolt og vældi í netverjum – Viðbrögðin líklega meiri vonbrigði