fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

40 milljón króna fiðla komst aftur í hendur eiganda síns – Gleymdi henni í lest

Kristján Kristjánsson
Föstudaginn 8. nóvember 2019 21:30

Stephen með fiðluna góðu. Mynd:Twitter/Stephen Morris

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Þann 22. október síðastliðinn gleymdi Stephen Morris, fiðluleikari, fiðlu sinni um borð í járnbrautarlest þegar hann yfirgaf hana á Penge East í Lundúnum. Fiðlan er 310 ára og er metin á sem svarar til um 40 milljóna íslenskra króna.

Morris hafði komið fram í fjölmiðlum og skorað á þann sem tók fiðluna að skila henni aftur. Hann sagði hræðilegt að hafa glatað hljóðfærinu sem hann hafi leikið á síðustu 20 árin.

Lögreglan rannsakaði málið og birti myndir af manni sem tók fiðluna þegar lestin nálgaðist Bromley South stöðina og fór með hana frá borði og um borð í lest til St Mary Cray.

Morris fékk fiðluna aftur eftir að leynilegar samningaviðræður höfðu farið fram við manninn sem tók hana en hreyfing komst á málið eftir að lögreglan birti myndirnar. Morris hitti manninn síðan við verslun í Beckingham að kvöldlagi. Óeinkennisklæddir lögreglumenn fylgdust með en gripu ekki inn í. Maðurinn lét Morris fá fiðluna og bogann. Ekki verða eftirmálar af þessu öllu saman.

Sky segir að fiðlan hafi verið smíðuð 1709 af David Tecchler.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru

Segja að næsti heimsfaraldur verði væntanlega af völdum flensuveiru
Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 5 dögum

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“

Fjölskyldufaðirinn lést í sumarfríi – Rangt lík kom heim í kistunni – „Hvar er faðir minn?“
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 6 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 6 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað