fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Pressan

Ný rannsókn á afleiðingum mislinga – Gerir út af við eina helstu röksemd andstæðinga bólusetninga

Kristján Kristjánsson
Fimmtudaginn 7. nóvember 2019 07:00

Mynd úr safni.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Niðurstöður nýrrar rannsóknar á óbólusettum börnum sýna að mislingar eyðileggja minni ónæmiskerfisins. Það er því ekki nóg með að það sé slæmt að fá mislinga eina og sér því þeir hafa langvarandi áhrif ef fólk kemst heilt á húfi í gegnum veikindin en mislingar draga suma til dauða. Sjúkdómurinn veikir getu líkamans til að takast á við aðrar sýkingar síðar á lífsleiðinni því hann eyðileggur getu ónæmiskerfisins til að „muna“ eftir öðrum hættulegum bakteríum og veirum.

Þetta eru niðurstöður rannsóknar á 77 óbólusettum hollenskum börnum. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í vísindaritinu Science. Þær sýna að í kjölfar mislingasmits er líkaminn óvenjulega móttækilegur fyrir öðrum sjúkdómum mánuðina eftir að veikindin eru afstaðin.

Það var alþjóðlegur hópur vísindamanna sem gerði rannsóknina sem börnin 77 tóku þátt í. Þau eru úr samfélagshópum þar sem almenn þátttaka í bólusetningum er lítil. Vísindamennirnir gátu því tekið blóðsýni úr þessum óbólusettum börnum áður en þau smituðust af mislingum og síðan aftur tveimur mánuðum eftir að þau fengu mislinga.

Rannsóknin leiddi í ljós að á milli 11 og 73 prósent af þeim efnum, sem voru í blóði barnanna og vinna gegn ýmsum bakteríum og veirum, hurfu þegar börnin smituðust af mislingum.

Vísindamennirnir rannsökuðu einnig hvort bóluefni gegn mislingum hafi sömu neikvæðu áhrif. Bóluefnið inniheldur veika útgáfu af mislingum en þrátt fyrir það hefur það þveröfug áhrif á ónæmiskerfið. Það styrkir það því það ögrar því til að framleiða efni sem geta tekist á við mislingaveiruna án þess að þurrka út minnið um fyrri sýkingar.

Náttúruleg mislingaveira getur þröngvað sér inn í frumur og eyðilagt þær en hinar veikburða bólusetningarveirur geta það ekki.

Í umræðunni um bólusetningar halda andstæðingar þeirra því oft fram að það sé gott fyrir fólk að fá mislinga á náttúrulegan hátt því það styrki ónæmiskerfið. Niðurstöður þessarar nýju rannsóknar gera algjörlega út af við þessa röksemd.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við

Líkamsrækt gæti snúið öldrunarferlinu við
Pressan
Fyrir 2 dögum

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós

Lömuð fyrir neðan háls eftir að hafa borðað súpu úr niðursuðudós
Pressan
Fyrir 5 dögum

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu

Einmana ekkja taldi sig hafa fundið draumaprinsinn – Í staðinn hófst matröð sem rændi hana aleigunni og loks lífinu
Pressan
Fyrir 5 dögum

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir

Ólýsanleg sjón blasti við 10 ára dreng þegar hann vaknaði – Allir í fjölskyldunni látnir
Pressan
Fyrir 5 dögum

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað

Unglingur dæmdur í ævilangt fangelsi – Stakk ellilífeyrisþega í hjartað
Pressan
Fyrir 5 dögum

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta

Konur lýstu hegðun hans á Facebook – Nú krefst hann bóta