fbpx
Föstudagur 12.september 2025
433Sport

Þjóðþekktir einstaklingar furðulostnir eftir brottrekstur Hödda Magg: „WTF? Ég er gáttaður! Brjálaður!“

Ritstjórn DV
Laugardaginn 26. október 2019 11:20

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Herði Magnússyni var í gær sagt upp störfum hjá Sýn, eftir 19 ára starf hjá fyrirtækinu. Þessi fyrrum landsliðsmaður í knattspyrnu var afar vinsæll í starfi sínu.

Herði var sagt upp störfum á fundi í höfuðstöðvum Sýnar í gær. Hann hefur stýrt umfjöllunar stöðvarinnar um Pepsi Max-deildina til margra ára og hlotið mikið lof fyrir. Uppsagnir hafa verið nokkuð tíðar hjá Sýn undanfarið. Þannig var hinn virti knattspyrnusérfræðingur, Hjörvar Hafliðason, rekinn á dögunum.

Hörður er þjóðþekktur einstaklingur, eftir framgang sinn á knattspyrnuvellinum og svo í starfi sínu sem íþróttafréttamaður, í 19 ár.

Hann vill ekki að gróa á leiti fari að búa til sögur um uppsögn hans, á Facebook síðu sinni greinir hann frá því hvað kom fram á fundinum. ,,Að gefnu tilefni áður en þjóðsögur fara á flug. Eina sem var sagt við mig um ástæður uppsagnar var orðrétt: “ Minnkun verkefna“. Fleira var ekki sagt. Nóg af því,“ skrifar Hörður á Facebook.

Miki viðbrögð hafa verið á Facebook síðu Harðar, mikið af þjóðþekktum einstaklingum hafa óskað honum góðs gengis og skilja ekki brottrekstur hans af Sýn. ,,Ha? Maður trúir þessu ekki,“ skrifar Egill Helgason á RÚV.

Sigmundur Ernir Rúnarsson þekkir það að fá uppsagnarbréf á Stöð2. ,,Ömurlegar fréttir, kæri vin, því gersemi ertu á skjánum; það er stíll nýrrar aldar að henda fólki út úr fyrirtækjum eins og væri það glæpahyski = minni á þegar ég og Ella mín fengum sparkið um árið á sömu sekúndinni frá “mannauðsstjóra” og “forstjóranefnunni”,“ skrifar Sigmundur á Facebook síðu Harðars.

,,Ja hérna…,“ skrifar þingmaðurinn, Páll Magnússon sem starfaði með Herði hjá fyrirtækinu á árum áður. Bubbi Morthens er harðorður í garð fyrirtækisins. ,,Ég held að þetta skip sé að sökkva,“ skrifar Bubbi.

Þingmaðurinn, Brynjar Níelsson er einn af þeim sem botnar ekkert í þessu. ,,Sorglegt að heyra, Hörður. Þú ert eiginlega ómissandi. En getur þú ekki lýst áfram leikjunum fyrir mig persónulega á skype?,“ skrifar Brynjar.

Rithöfundurinn, Gunnar Helgason er vægast sagt reiður. ,,WTF??????? Ég er gáttaður! Brjálaður!,“ skrifar Gunnar og bætir svo við. ,,Ég segi upp áskriftinni!!,“ skrifar Gunnar.

Hörður þakkar þessi sterku viðbrögð, þau koma honum á óvart. ,,Viðbrögð og sá stuðningur sem ég hef fengið í kjölfarið er eitthvað sem ég bjóst alls ekki við. Eiginlega orðlaus og endalaust þakklátur. Þetta hjálpar mér rosalega mikið. Trúið því. Takk, takk og aftur takk. Góðar stundir.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi

Í fangelsi fram að jólum en gæti þá farið strax inn á völlinn – Játaði að bera ábyrgð á dauðaslysi
433Sport
Fyrir 10 klukkutímum

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn

Ólgusjór í Kópavogi og spjótin beinast að Halldóri – Nýr samningur og markvörður liðsins sendir pillu á stuðningsmenn
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Er þetta arftaki Bruno Fernandes á Old Trafford?

Er þetta arftaki Bruno Fernandes á Old Trafford?
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“

Myndband Villa Neto vekur athygli – „Ég get ekki sofnað þegar það er svona mikið af óréttlæti í heiminum“
433Sport
Í gær

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi

City hafi skoðað að sækja manninn sem skoraði sigurmarkið gegn Íslandi
433Sport
Í gær

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu

Martial verður liðsfélagi Ramos – Hafði verið orðaður við annað lið í landinu