fbpx
Þriðjudagur 01.júlí 2025
Fókus

Leikskólar höfnuðu Gunnari Smára – Missti föður sinn 7 ára: „Hvenær má útskýra fyrir börnum hvað dauðinn er?“

Guðrún Ósk Guðjónsdóttir
Miðvikudaginn 23. október 2019 11:18

Gunnar Smári í hlutverki Ómars.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Gunnar Smári Jóhannesson leikari hefur ferðast síðustu tvo mánuði um landið á vegum Þjóðleikhússins og sýnt fyrir börn á aldrinum 4-6 ára barnasýninguna Ómar Orðabelg. Í færslu á Facebook segir Gunnar Smári að ferlið hefur verið gefandi og hann hefur fengið gífurlega jákvæð viðbrögð alls staðar á landinu.

„Það var ekki fyrr en ég kom til höfuðborgarinnar að nokkrir leikskólar töldu sig ekki fært á að mæta því þeim þótti sýningin óviðeigandi sökum þess að ég fjalla um dauðann í verkinu. Þykir mér sárt að heyra það, enda var verkið alls ekki skrifað í þeim tilgang að vera særandi eða óviðeigandi fyrir börn,“ segir Gunnar Smári.

„Verkið fjallar fyrst og fremst um orð, hvaðan orðinn koma og hvað orðinn þýða […] Eitt þessara orða er dauðinn. Hvað er að deyja? Veit það einhver í raun og veru? Eða verður dauðinn ávallt óþekktur hluti af lífinu sem fáum aldrei svar við? Við getum flett því upp í öllum orðabókum heimsins en finnum aldrei nægilega góða útskýringu á því hvað felst í dauðanum. Dauðinn er eitt af viðfangsefnum leikritsins, þó svo að sjálf sýningin fjalli um orð,“ segir Gunnar Smári.

Gunnar Smári segir að ákveðinn texti í leiksýningunni er honum persónulegur. „Ég missti föður minn á svipuðum aldri og þau börn sem leikritið er skrifað fyrir. Þó ég hafi verið ungur, aðeins sjö ára gamall, þá vissi ég hvað dauðinn var. En ég vissi ekki hvað það var að syrgja. Sem barn reyndi ég bara að gleyma, þegar ég varð eldri notaði ég húmorinn og svo eftir að hafa bælt reiði mína og tilfinningar í öll þessi ár, brotnaði ég loks niður og grét með sjálfum mér,“ segir Gunnar Smári.

„Dauðinn er órjúfanlegur hluti lífsins en hann tók ekki mömmu og pabba frá mér. Þau eru ennþá hjá mér og öllum þeim sem þekktu þau og öllum þeim sem heyra sögur af þeim, þau lifa áfram í húsinu sem þau byggðu saman, þau lifa í Tálknafirði og þau lifa í Kópavogi, þau lifa þar sem minning þeirra er geymd.“

Gunnar Smári segist ekki skrifa þessa færslu til að „úthúða þeim sem þykir óviðeigandi að tala um dauðann við börn.“

„Ég einn á engan rétt á því að ákveða hvað sé rétt í þessu máli. Ég vil aðeins opna samtal, hvenær er eðlilegt að tala um dauðann? Hvenær má útskýra fyrir börnum hvað dauðinn er? Hversu gömul þurfa þau að vera? Og hvernig á að gera það ? Á leiksviði ? Í bíómyndum? Í bókmenntum? Hjá sálfræðingi?“ Spyr hann og bætir við að hann sjálfur viti ekki svarið við þessum spurningum.

„En ég veit þó að uppáhalds barnaefnið mitt var Bróðir minn ljóshjarta, Konungur ljónanna, Múmínálfarnir, Ronja Ræningjadóttir, Benjamín Dúfa og Nonni og Manni. Allt þetta barnaefni fjallar á einhvern hátt, eins og Ómar Orðabelgur, um dauðann,“ segir Gunnar Smári.

„Ég sá sjálfan mig í þessum bíómyndum sem barn, því þær sögðu mér að ég væri ekki einn. Sögðu mér að ég væri ekki sá eini sem hafði misst. Þessar skálduðu persónur misstu líka fjölskyldu sína og vini, saga þeirra gerðu dauðann minna framandi og veittu mér innsýn í þá staðreynd að allir missa einhvern einhvertímann. Dauðinn getur verið grimmur en í gegnum samtöl verður einmannaleikinn bærilegri. Ég vona að þau börn sem fá að hitta Ómar átta sig á því að dauðinn er ekki þögn heldur samtal í sorg.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Duran aftur til Evrópu
Frá Roma til Besiktas
Fókus
Fyrir 2 dögum

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025

Lilja Sif Pétursdóttir krýnd Miss Supranational Europe og Miss Photogenic 2025
Fókus
Fyrir 3 dögum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum

Þetta eru bestu bíómyndir aldarinnar samkvæmt sérfræðingum
Fókus
Fyrir 4 dögum

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís

Myndirnar sem Katy Perry vill ekki sjá: Orlando Bloom með dökkhærðri þokkadís
Fókus
Fyrir 4 dögum

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“

Yngri konan vill djamma og stunda kynlíf öll kvöld – „Hvað á ég að gera?“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“

Ísak um atvik í IKEA: „Það tók mig svona 40 sekúndur að ná tökum á aðstæðum eftir að ósköpin dundu yfir“
Fókus
Fyrir 5 dögum

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið

Hrafnkell Ívarsson hlutskarpastur í „Sterkasti maður Íslands“ – Sjáðu myndbandið