fbpx
Laugardagur 12.júlí 2025
433Sport

Fyrirliðinn svarar Evra: „Hann þarf að passa hvað hann segir“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 22. október 2019 12:17

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Patrice Evra, goðsögn Manchester United, sá leik Sheffield United og Arsenal í ensku úrvalsdeildinni í gær. Hann var sérfræðingur Sky Sports um leikinn. Evra þekkir það vel að spila gegn Arsenal en hann gerði það margoft með United á sínum tíma.

Arsenal tapaði 1-0 gegn Sheffield í gær og segir Evra að það vanti alla karlmennsku í þetta lið. ,,Þetta kemur mér ekki á óvart með Arsenal. Ég kallaði þá börnin mín fyrir tíu árum og ég segi það ennþá í dag,“ sagði Evra.

,,Ég er ekki að sýna þeim óvirðingu, þetta er bara tilfinningin sem ég fæ. Þeir líta fallega og vel út en þeir líta ekki út fyrir að vera vinningslið.“

Granit Xhaka, fyrirliði Arsenal var spurður út í ummæli Evra. ,,Við verðum að hætta að tala um þetta kjaftæði, eins og hugarfar. Þetta er alltaf eins, hvort sem það sé á heima eða útivelli. Þú verður að vera stór karakter og ekki leita alltaf í sömu afsakanir,“ sagði Xhaka.

,,Mikið af fólki, talar allt of mikið. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Evra segir eitthvað um okkur. Ég ber mikla virðingu fyrir honum, hann var frábær leikmaður. Hann þarf samt að passa hvað hann segir, þetta er samt ekki bara hann. Mikið af fólki talar bara skít um okkur, þetta er alltaf eins.“

,,Það er oft furðulegt því oft eru þetta fyrrum leikmenn, sem voru í sömu stöðu. Í hverri viku tala þeir sama skítinn um okkur.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó

Ferillinn á hraðri niðurleið – Sagður skoða tilboð frá Mexíkó
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála

Tevez orðinn yfirmaður knattspyrnumála
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea

Gerrard hugsar enn um mistökin gegn Chelsea
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum
Ísak Snær til Lyngby
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“

Alexandra var vongóð: ,,Djöfull erum við að fara taka þær“
433Sport
Fyrir 23 klukkutímum

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“

Sveindís eftir leik: ,,Minn besti leikur kemur þegar það er ekkert undir“
433Sport
Í gær

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“

Steini Halldórs um eigin framtíð: ,,Ég myndi að sjálfsögðu alltaf hafa mig áfram“
433Sport
Í gær

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“

Þetta hafði þjóðin að segja um kvöldið – „Þetta var hörmung frá A til Ö“