fbpx
Mánudagur 29.apríl 2024
Pressan

Yfir 330 barnaníðingar handteknir í alþjóðlegri aðgerð – Viðbjóðslegt atferli á djúpvefnum

Ágúst Borgþór Sverrisson
Fimmtudaginn 17. október 2019 17:56

Matthew Falder

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir 330 barnaníðingar víðsvegar að úr heiminum hafa verið handteknir í alþjóðlegri lögregluaðgerð. Aðgerðin kemur í kjölfar sakfellingar yfir breska barnaníðingnum Matthew Falder sem er talinn vera einn versti barnaníðingurinn í sögu Bretland. Hann afplánar nú 25 ára dóm fyrir margvísleg kynferðisbrot gegn börnum. Aðferðir og athæfi Falders komu lögreglunni á sporið varðandi gífurlega umfangsmikil og samantekin brot barnaníðinga á hinum svokallaða djúpvef internetsins – dark web.

Djúpvefurinn er sá hluti veraldarvefsins sem er óaðgengilegur leitarvélum og enginn rekst á fyrir tilviljun í vefskoðun. Djúpvefurinn er ósýnilegi vefurinn undir þeim sýnilega og fjölþætta veraldarvef sem við flest notum daglega. Barnaníðingarnir sem afhjúpaðir voru í þessari aðgerð lögreglunnar áttu það allir samseiginlegt að vera tengdir við vefsíðuna Welcome to the Video. Þar höfðu þeir aðgang að yfir 250.000 svívirðilegum myndskeiðum af barnaníði. Þeir greiða fyrir hroðann ýmist með bitcoin eða vinna sér inn aðgang með því að dreifa eigin barnaníðsefni.

Rannsóknin leiddi í ljós að stjórnandi síðunnar er 23 ára gamall maður í S-Kóreu, Jong Woo Son að nafni, og hefur hann verið handtekinn. Auk hans voru barnaníðingar í Bandaríkjunum, Þýskalandi, Spáni, Sádí Arabíu, Sameinuðu arabísku furstadæmunum, Tékklandi og Kanada handteknir.

Meðal efnisins sem fannst á síðunni voru myndskeið sem sýndu misnotkun á nýfæddum börnum.

Stjórnandi lögreglurannsóknarinnar, Nikki Holland, segir: „Níðingar á djúpvefnum – sem margir hverjir eru verstu barnaníðingarnir sem fyrirfinnast – geta ekki lengur falið sig fyrir lögreglunni. Þeir eru ekki eins öruggir og þeir töldu sig vera.“

Sjá nánar á Metro

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Pressan
Fyrir 2 dögum

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi

Kennedy-fjölskyldan tekur skýra afstöðu gegn umdeildum fjölskyldumeðlimi
Pressan
Fyrir 2 dögum

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt

Keypti sjö líftryggingar fyrir eiginkonuna og svo dó hún á dularfullan hátt
Pressan
Fyrir 2 dögum

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída

Dularfullur hlutur hrapað úr geimnum og lenti á húsi í Flórída
Pressan
Fyrir 4 dögum

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár

Er þetta skrýtnasti raunveruleikaþáttur sögunnar? – Þurfti að vera nakinn og lokaður inni í meira en ár
Pressan
Fyrir 4 dögum

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð

Lögreglan skýrir frá óhugnanlegum upplýsingum varðandi morð
Pressan
Fyrir 4 dögum

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni

Nokkur ráð til að losna undan símafíkninni
Pressan
Fyrir 5 dögum

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið

„Hefurðu séð lík?“ – 14 ára stúlka myrti móður sína og bauð vinkonu heim til að sjá líkið
Pressan
Fyrir 5 dögum

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra

Elon Musk sakar Ástrali um ritskoðun: „Hrokafullur milljarðamæringur,“ segir ráðherra