fbpx
Laugardagur 08.nóvember 2025
433Sport

Solskjær segir United bara vanta 1-2 leikmenn – Engin örvænting í janúarglugganum

433
Fimmtudaginn 17. október 2019 10:15

Mynd: GettyImages

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Ole Gunnar Solskjær, knattspyrnustjóri Manchester United, segir að félagið þurfi aðeins einn til tvo leikmenn til að geta blandað sér í baráttuna um eitt af fjórum efstu sætum úrvalsdeildarinnar. Þetta segir Solskjær í nýju viðtali við sinn gamla kollega Gary Neville.

United hefur byrjað tímabilið skelfilega í ensku úrvalsdeildinni og situr liðið í 12. sæti með 9 stig eftir 8 umferðir. Stórt verkefni bíður United um helgina þegar topplið Liverpool kemur í heimsókn en Liverpool er búið að vinna alla átta leiki sína í deildinni.

Solsækjær segir að félagið eigi peninga til að kaupa leikmenn í janúarglugganum en varaði þó við því að janúarglugginn væri erfiður. „Ef við finnum réttu leikmennina fyrir rétt verð þá er ég viss um að við munum kaupa. Hugsanlega koma einhverjir reynslumiklir leikmenn inn sem geta hjálpað yngri leikmönnum.“

Solskjær segir að félagið muni ekki verja háum fjárhæðum í leikmenn sem henta félaginu ekki – eitthvað sem United hefur brennt sig rækilega á undanfarin misseri.

Solskjær segist þess fullviss að félagið hafi alla burði til að komast í baráttuna um sæti í Meistaradeildinni. „Auðvitað, við erum að leita að 1-2 nýjum leikmönnum og ef það verður möguleiki að fá nýja leikmenn munum við gera það. Ef ekki þá munu þeir leikmenn sem hér eru gefa allt sitt.“

Solsækjær segist að lokum ekki vera hræddur um að missa starfið, en ítalskir fjölmiðlar orðuðu Massimiliano Allegri við stöðuna. Segir Solskjær að öll hans samtöl við eigendur félagsins og Ed Woodward miðist við það að hann fái að minnsta kosti þrjú ár hjá félaginu.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Brynjar Björn tekur við Leikni

Brynjar Björn tekur við Leikni
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni

Vonarstjarna Chelsea kvartar undan kulda í London – Stjórinn varar hann við því sem er á leiðinni
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði

Mætti á sína fyrstu æfingu í tíu mánuði
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið

Real Madrid ekki tilbúið að ganga að launakröfunum – Liverpool og Bayern sitja við borðið