fbpx
Þriðjudagur 16.september 2025
433Sport

Öllum steinum var velt í Árbænum: Ólafur Ingi spenntur – „Klukkan 15:00 lokar maður þjálfarabókinni“

Hörður Snævar Jónsson
Þriðjudaginn 15. október 2019 13:25

Ólafur Ingi er goðsögn hjá Fylki.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Fylkir tilkynnti í dag þjálfarateymi sitt fyrir komandi leiktíð, Ólafur Stígsson og Atli Sveinn Þórarinsson stýra skútunni. Ólafur Ingi Skúlason verður svo þeirra aðstoðarmaður í Pepsi Max-deildinni.

Ólafur Ingi mun halda áfram að spila en hann hefur reynst Fylki afar vel frá því að hann snéri heim úr atvinnumennsku um mitt sumar, árið 2018.

,,Það er spennandi að fá þann titil að vera þjálfari, þetta er mjög spennandi. Atli Sveinn og Óli Stígs reyndir þjálfarar, þrátt fyrir að hafa ekki stýrt liði í efstu deild. Báðir hafa þeir þjálfað í lengri tíma, mér skilst að þetta hafi verið skoðað fram og til baka af stjórninni. Öllum steinum var velt, þetta var það sem stjórninni fannst mest spennandi,“ sagði Ólafur Ingi þegar við ræddum við hann í dag.

Ólafur Ingi mun vinna náið með yngri flokkum félagsins og vinna í leikgreiningu.

,,Ég hugsa að fyrirkomulagið verði þannig, það að þeir séu tveir saman, þá mæðir minna á þeim á æfingasvæðinu. Þeir geta skipt með sér hutverkum og ég verið meira í skipulagsvinnu og leikgreiningu. Geri það á daginn og tekið tenginguna við yngri flokkana, fylgst með ungum spennandi leikmönnum. Það er þáttur í þessari rullu, hafa meiri tengingu. Svo klukkan 15:00 lokar maður þjálfarabókinni og gerist leikmaður.“

,,Það þarf að vinna þetta betur saman, að þeir hlutir sem við gerum í meistaraflokki skili sér niður. Að við séum að vinna þetta í sameiningu, skapa einkenni fyrir félagið. Að þeir leikmenn sem séu að æfa hérna hjá okkur, séu tilbúnir og lengra komnir þegar þeir eiga að taka skrefið í meistaraflokki.“

Ólafur Ingi hafði áhuga að leggja skóna á hilluna en finnst þetta of gaman til að hætta, 36 ára gamall.

,,Fyrir þetta tímabil þá var ég búinn að ákveða það hjá mér að þetta væri líklega síðasta tímabilið, svo fannst mér þetta ganga vel fyrir sig. Ég var heill og hafði gríðarlega gaman af þessu, enn þá andlega ferskur. Ég hugsaði með mér að myndi sjá eftir því að taka ekki annað tímabil, það eru forréttindi að fá að spila fótbolta í efstu deild. Maður vill lengja í því eins og hægt er.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 6 klukkutímum

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það

Segir að pirraður Valdimar hafi fengið símtal frá Kára Árnasyni – Málið var ekki til umræðu eftir það
433Sport
Fyrir 7 klukkutímum

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði

Tvö stórlið vildu Sterling í sumar – Æfir nú einn og hefur ekki séð Maresca í fleiri mánuði
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna

Bonnie Blue vakti mikla athygli um helgina – Virðist vilja tengjast þessum hópi manna
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi

Mikael greinir krísuna í Vesturbæ – Segir það óvirðingu við þá sem voru í 40 ár á undan að Óskar Hrafn sé enn í starfi
433Sport
Fyrir 21 klukkutímum

Starf Amorim ekki í hættu

Starf Amorim ekki í hættu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni

Svona er dagskráin í umspilinu um sæti í Bestu deildinni
433Sport
Í gær

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar

Ætluðu að fá Donnarumma næsta sumar
433Sport
Í gær

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk

Elon Musk bálreiður vegna viðbragða við ummælum stjörnunnar um Charlie Kirk