Það er ekkert lið í ensku úrvalsdeildinni sem borgar eins há laun og Manchester United.
United hefur ekki verið að spara á markaðnum undanfarin ár og hefur fengið til sín dýra leikmenn.
Þrátt fyrir það hefur gengið ekki verið gott og þá sérstaklega á þessu tímabili undir Ole Gunnar Solskjær.
United borgar sínum leikmönnum 332 milljónir punda á ári sem er ótrúlega há upphæð.
Ekkert lið í sögu úrvalsdeildarinnar hefur borgað eins há laun í sögunni.
Talan hefur hækkað um 100 milljónir á síðustu þremur árum og þar spilaði koma Alexis Sanchez mikið inn í.
Til samanburðar þá borga Liverpool og Manchester City sínum leikmönnum um 260 milljónir í árslaun.
Chelsea og Arsenal eru þar fyrir neðan en það fyrrnefnda borgar 244 milljónir og það síðarnefnda 233 milljónir.