James Maddison, leikmaður Leicester City, er í vandræðum eftir að mynd birtist af honum í gær.
Maddison er 22 ára gamall en hann var valinn í landsliðshóp Englands fyrir leiki í undankeppni EM.
Það var hins vegar ákveðið að senda Maddison heim fyrir leik gegn Tékkum en hann sagðist vera meiddur.
Búist var við að Maddison myndi vera rólegur heima hjá sér og allavegana horft á leikinn en svo var ekki.
Miðjumaðurinn ákvað þess í stað að skella sér í spilavíti á Englandi sem er alls ekki vel séð.
Gareth Southgate, landsliðsþjálfari Englands, hefur séð myndina og mun án efa ræða við leikmanninn.
Maddison horfði ekki á enska liðið spila en hann tapaðist 2-1 í Tékklandi.