Blaðamaðurinn Illugi Jökulssin birti í dag grein á Facebook-síðu sína þar sem hann fjallar um íslenska karlalandsliðið.
Illugi er þó meira að fjalla um Tyrkland en það er andstæðingur Íslands í undankeppni EM eftir mánuð.
Ísland spilar þá gríðarlega mikilvæga leik gegn Tyrkjum sem hefur líklega allt að segja um hver fer í lokakeppni EM.
Illugi vill þó að Íslamd neiti að mæta í þann leik í mótmælaskyni og kemur sínum skoðunum fram.
,,Tyrkir hafa gert innrás í nágrannaríki sitt Sýrland og drepa þar Kúrda eins og þeim sýnist, þar á meðal óbreytta borgara. Við Íslendingar erum að fara að keppa við Tyrki í fótbolta eftir mánuð,“ skrifar Illugi.
,,Við eigum skilyrðislaust að hætta við þann leik í mótmælaskyni við framferði Tyrkja, þótt það kunni að kosta okkur sæti á EM 2020.“
,,Við verðum að sýna svolitla siðferðilega festu einstaka sinnum. Menn segja að ekki eigi að blanda saman íþróttum og stjórnmálum. Það er stundum rétt, en í fyrsta lagi, þá er árásarstríð ekki „stjórnmál“.“
,,Og í öðru lagi hafa tyrknesku fótboltamennirnir sjálfir tekið af skarið með þessu ljóta uppátæki í leik í fyrradag þegar þeir sýndu samstöðu með árásarsveitum landa sinna rétt í þann mund að þær voru að drepa fólk í Sýrlandi.“
Það eru þó litlar sem engar líkur á að Ísland mæti ekki í þann leik en Illugi fær mörg viðbrögð við færslunni.