fbpx
Sunnudagur 28.apríl 2024
Fókus

Hödd hætt að drekka: „Áfengi hefur verið mér svo mikil skömm“

Fókus
Föstudaginn 11. október 2019 19:00

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

„Manneskjan er breysk og það á jafnt við um konur og karlmenn. Pabbi minn var það til dæmis og ég er það líka. Áföll markeruðu líf pabba sem dó 11. Október 2011, það er fyrir átta árum í dag. Til að deyfa sig notaði hann oft áfengi.“

Svona hefst færsla Haddar Vilhjálmsdóttur fjölmiðlakonu, en hún hefur nú sett tappann á flöskuna og hyggst ekki taka hann úr aftur. „Ég hef notað áfengi til að deyfa sársauka frá 13 ára aldri en svo kom að því að ég missti tökin á því ömurlega misheppnaða deyfilyfi og fór að misnota það fyrir örfáum árum, tök sem ég hafði þó líklega aldrei,“ segir Hödd, sem bætir við að hún hafi náð botninum fyrir rúmu ári síðan og leitaði hún sér hjálpar í kjölfarið.

Þá segist hún hafa misstigið sig nokkrum sinnum á leiðinni en með aðstoð frá traustu fólki komst Hödd þó að lokum á betri stað. „Sjálf hef hef farið í gegnum fjölmörg áföll frá barnæsku og mörg hver virkilega sár,“ segir hún og tekur fram að brosið hafi verið eitt af þeim vopnum sem hún nýtti til að komast af, „eins vitið, penninn og að kunna að koma fyrir mig orði. En það kemur að því að brosið þrýtur eða það nær ekki alltaf lengur til augnanna,“ segir hún.

„Það að ráða ekki við áfengi hefur verið mér svo mikil skömm síðasta árið. Ég ætla hér með að fleygja þeirri skömm út um gluggann og gera mig og stelpurnar mínar stoltar. Því þær og ég erum það eina sem skiptir máli.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“

Stórbrotið atvik í Pallborði Vísis – „Þetta er fáránleg spurning“
Fókus
Fyrir 2 dögum

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?

MeToo-byltingin nötrar eftir sláandi bakslag – Verður Weinstein laus allra mála?
Fókus
Fyrir 2 dögum

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni

Tók mynd af sér með nýfæddum syninum en það var mamman í bakgrunninum sem stal senunni
Fókus
Fyrir 2 dögum

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“

Segja þessa fæðu ekkert hafa með íslenska karlmennsku að gera – „Ertu maður eða mús?“
Fókus
Fyrir 3 dögum

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings

Prófaðu þetta næst þegar þú getur ekki sofið vegna fótapirrings
Fókus
Fyrir 3 dögum

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“

Fékk fyrsta ofsakvíðakastið árið 2021 – „Þetta er versta tilfinning sem ég hef upplifað“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“

Margrét Friðriks tekur upp nýtt nafn – „Finnst það koma með ferskan blæ inn ì mitt líf“
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun

Þjáningar Sævars – Nýtt lag og fjársöfnun