Berlínabollan fræga, þekkt fyrir ljúffenga fyllingu sína af hindberjasultu, eða hvað? Framkvæmdarstjóri Donut King sagði hvert raunverulegt innihald berlínarbollunnar væri í viðtali við news.com.au.
„Sum fyrirtæki nota eplamauk eða eplasósu sem aðal hráefnið fyrir hindberjasultu sína,“ segir Andrew Badcock.
Þannig að „hindberjasultan“ er í raun eplasósa sem er lituð og bragðbætt. Hefur allt okkar líf verið lygi?
„Vegna náttúrlegrar sætu sinnar er eplasósa oft notuð fyrir mjúka og „sultulega“ áferðar,“ segir Andrew.
Kerri McCallum, ristjóri Delicious, sagði einnig news.com.au að bollur sem væru framleiddar í miklu magni væru fylltar með „útþynntri gervisultu.“
Þá vitum við það!