fbpx
Þriðjudagur 30.apríl 2024
Fréttir

Slasaðist þegar hann reyndi að flýja undan lögreglu

Ritstjórn DV
Miðvikudaginn 2. október 2019 08:21

Mynd: Eyþór Árnason

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Umferðaróhapp varð í Hafnarfirði rétt fyrir klukkan 22 í gærkvöldi þegar maður datt sem ók vespu datt í götuna. Að því er segir í skeyti frá lögreglu var maðurinn að reyna að komast undan lögreglu.

Hann verður kærður fyrir að hlýða ekki fyrirmælum lögreglu, vanrækja merkjagjöf, aka yfir gatnamót gegn rauðu ljósi, of hraðan akstur, akstur undir áhrifum fíkniefna, vörslu fíkniefna og fyrir akstur án réttinda. Ökumaðurinn var fluttur á slysadeild til aðhlynningar.

Þá var tilkynnt um bílveltu á Langholtsvegi rétt fyrir klukkan tvö í nótt. Þar hafði ökumaður ekið á kyrrstæða bifreið með þeim afleiðingum að bifreið hans valt. Ökumaðurinn er grunaður um akstur undir áhrifum áfengis og fíkniefna. Hann var vistaður í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fréttir
Fyrir 15 klukkutímum

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“

Inga Sæland ekki sátt: „Efri árin eiga að vera gæðaár en ekki tími kvíða og óörygg­is“
Fréttir
Fyrir 16 klukkutímum

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“

Sigríður Dögg segir að RÚV þurfi að gera betur: „Lítilsvirðing gagnvart konum á ekki að líðast“
Fréttir
Í gær

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun

Jón Steinar studdi Arnar Þór en er búinn að skipta um skoðun
Fréttir
Í gær

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda

Að öllu óbreyttu verður þetta endanlegur fjöldi forsetaframbjóðenda