fbpx
Fimmtudagur 13.nóvember 2025
433Sport

Hallgrímur hringdi í Skúla kvöldið áður og reyndi að vara hann við: ,,Svo gerist nákvæmlega það sem hann segir“

Victor Pálsson
Föstudaginn 27. september 2019 21:05

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Hlaðvarpsþátturinn, 90 mínútur heldur áfram á fullu fjöri en um er að ræða þátt sem Hörður Snævar Jónsson, ritstjóri 433.is stýrir.

Þátturinn hefur notið mikilla vinsælda en afar áhugaverðir gestir hafa komið í þáttinn.

Gestur þáttarins að þessu sinni er Skúli Jón Friðgeirsson sem hefur leikið sinn síðasta leik á ferlinum, aðeins 31 árs gamall.

Skúli hefur reynt fyrir sér í atvinnumennsku en hann fór út árið 2012 er hann samdi við Elfsborg í Svíþjóð.

Hann meiddist stuttu eftir að hafa mætt þar og fór í umdeilda aðgerð sem kostaði sitt.

Hallgrímur Jónasson, félagi Skúla, hafði sjálfur farið í sömu aðgerð vegna nárameiðsla og reyndi að vara hann við aðgerðinni.

,,Síðan meiðist ég eftir þrjá eða fjóra leiki og fer í stóra aðgerð. Þessi meiðsli eru ekki svakaleg en það var ákveðið að fara með mig í aðgerð sem var óþarfi eftir á,“ sagði Skúli.

,,Ég meiddist á nára og var skorinn upp á mjöðm, báðum megin. Það hafði ansi miklar afleiðingar í för með sér sem ég gerði mér ekki grein fyrir þegar ég fór í hana.“

,,Ég hafði fengið símhringingu deginum áður þar sem Hallgrímur Jónasson hringir í mig, hann var að spila í Danmörku nýkominn frá Svíþjóð.“

,,Hann hafði farið í sömu aðgerð tveimur árum áður og heyrði af því að ég væri á leiðinni og hringdi í mig kvöldið áður og sagði mér að fara ekki í aðgerðina.“

,,Hann sagðist hafa verið í veseni síðan. Ég var nýkominn á nýjan stað og þetta var það sem klúbburinn vildi gera og læknirinn og þjálfarinn og allt.“

Skúli var nýkominn til félagsins og ákvað að lokum að fylgja fyrirmælum félagsins enda þorði hann ekki öðru en að hlusta.

,,Ég þorði ekki öðru en að hlýða og fer í aðgerðina. Svo gerir nákvæmlega það sem Hallgrímur segir, ég var að díla við þetta í örugglega næstum tvö ár eftir það. Það var erfitt að komast í fullkomið stand eftir þetta.“

,,Ég kem til baka 3-4 mánuðum seinna og er hálfur maður. Ég kem inná í nokkrum leikjum og liðið verður meistari en hlutverkið var orðið skrítið. Ég var bara ekki í standi og fann það sjálfur. Næsta ár eftir á var erfitt. Ég næ aldrei að performa eins og ég hefði viljað gera.“

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir

Ronaldo mætti með nýjasta úrið sitt í viðtal – Kostar 183 milljónir
433Sport
Fyrir 11 klukkutímum

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag

Fyrrum njósnari United hjólar í félagið fyrir þessi mistök – Seldu leikmann á smáaur sem spilar með einu besta liði í heimi í dag
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi

Sást í fyrsta sinn í marga mánuði – Bíður niðurstöðu um hvort hann hafi fallið á lyfjaprófi
433Sport
Fyrir 14 klukkutímum

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks

Segir FH ekki hafa haft efni á því að kaupa Dag Fjeldsted – Snýr aftur til Breiðabliks
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Ten Hag hafnaði stóru starfi

Ten Hag hafnaði stóru starfi
433Sport
Fyrir 18 klukkutímum

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín

Brotist inn á meðan hann var heima með börnin sín
433Sport
Í gær

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið

Voru að taka upp myndband af sér í sleik þegar þetta gerðist – Voru agndofa yfir því hver var mættur á svæðið
433Sport
Í gær

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina

Dua Lipa lék tveimur skjöldum í Argentínu um helgina