fbpx
Laugardagur 19.júlí 2025
433Sport

De Gea bauð öllum leikmönnum United út að borða: Margar stjörnur mættu ekki

Hörður Snævar Jónsson
Föstudaginn 27. september 2019 15:32

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Leikmenn Manchester United reyna að þétta raðirnar til að ná betri árangri. Eftir leik liðsins gegn Rochdale á miðvikudag, þá bauð David De Gea leikmönnum liðsins út að borða.

De Gea bauð öllum hópnum út að borða á stað sem Juan Mata, liðsfélagi hans á í borginni.

De Gea borgaði reikninginn eftir að Manchester United komst áfram í deildarbikarnum, með naumindum.

Aðeins tíu leikmenn létu sjá sig en það vakti athygli að stjörnur liðsins, eins og Marcos Rojo, Sergio Romero, Ashley Young, Paul Pogba, Phil Jones og Harry Maguire mættu ekki.

De Gea og Mata hafa ákveðið að reyna að fá hópinn saman einu sinni í mánuði, þá verður farið út að borða, grín og glens.

De Gea átti í litlum vandræðum með að borga reikninginn enda gerði hann nýjan samning á dögunum, hann þénar í dag 375 þúsund pund á viku.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Arsenal vill fara í það að selja þessa þrjá leikmenn í sumar

Arsenal vill fara í það að selja þessa þrjá leikmenn í sumar
433Sport
Fyrir 19 klukkutímum

Gerir fimm ára samning með möguleika á sjötta árinu

Gerir fimm ára samning með möguleika á sjötta árinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu

Nýtt 8 milljarða æfingasvæði United opnar í næsta mánuði – Þetta verður á svæðinu
433Sport
Fyrir 22 klukkutímum

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool

Sádarnir í Newcastle tóku það ekki í mál að Isak færi til Liverpool
433Sport
Í gær

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta

Þetta eru liðin sem Víkingar og Valur mæta
433Sport
Í gær

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig

Ótrúlegur leikur í Sambandsdeildinni: Unnu fyrri leikinn 4-0 en eru úr leik – Fengu 60 skot á sig