fbpx
Mánudagur 29.desember 2025
433Sport

Eriksen harður á sínu og ætlar að sækja stóru seðlana

Hörður Snævar Jónsson
Fimmtudaginn 26. september 2019 10:27

Christian Eriksen er stærsta stjarna danska liðsins.

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Christian Eriksen ætlar að hafna því að fara frá Tottenham í janúar. Hann ætlar að sækja stóru seðlana næsta sumar.

Eriksen verður samningslaus næsta sumar en Tottenham vildi selja hann í sumar og mun reyna aftur í janúar. Eriksen vill frekar verða samningslaus, það styrkir stöðu hans til að fá betri laun.

Það er þekkt stærð þegar öflugir leikmenn verða samningslausir, þá fá þeir hærri laun og stóran bónus þegar þeir krota undir.

Mauricio Pochettino, stjóri Tottenham er pirraður á Eriksen og hefur hann ekki átt fast sæti í byrjunariði Tottenham. Eriksen er harður á sínu.

Eriksen hefur verið einn besti leikmaður Tottenham í ár en hann vill hærri laun og vinna titla á ferli sínum, eitthvað sem Tottenham hefur ekki verið að bjóða.

Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

433Sport
Fyrir 16 klukkutímum

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“

Tjáir sig um manninn sem var dæmdur í bann vegna kókaíns – ,,Hann var svo ófagmannlegur“
433Sport
Fyrir 17 klukkutímum

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu

Stefnir allt í að ferlinum muni ljúka í Sádi Arabíu
433Sport
Í gær

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann

Liverpool að horfa í óvænta átt fyrir janúargluggann
433Sport
Í gær

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta

Kristján Óli heyrði sögu af því að nýr þjálfari í Kópavogi hafi verið í sjokki þegar hann tók við og sá þetta