fbpx
Miðvikudagur 07.maí 2025
Fókus

Friðarteikningar íslenskra barna prýða hringleikahúsið fræga

Erla Dóra Magnúsdóttir
Laugardaginn 28. september 2019 17:30

Ekki missa af Helstu tíðindum dagsins í pósthólfið þitt

Lesa nánar

Yfir fimm þúsund friðarteikningar barna frá um 128 löndum voru til sýningar í hinu víðfræga hringleikahúsi Colosseum í Róm um síðustu helgi. Þar á meðal voru teikningar barna frá Íslandi. Tilefni sýningarinnar var alþjóðlegur friðardagur Sameinuðu þjóðanna þann 21. september. Verkefnið nefndist Litir friðar og er um að ræða heimsins stærstu og fjölþjóðlegustu sýningu á slíkum teikningum.

Það voru fulltrúar frá Friðarhlaupinu, Sri Chinmoy Oneness Home Peace Run, sem tóku á móti teikningum íslenskra barna og sendu áfram til Ítalíu. Friðarhlaupið er alþjóðlegt kyndilboðhlaup sem fer fram um allan heim. Tilgangur hlaupsins er að efla frið, vináttu og skilning milli manna og menningarheima. Yfir 100 lönd taka þátt í hlaupinu í öllum heimsálfum.

Friðarhlaupið er nú að taka saman teikningar fyrir sýninguna á næsta ári og heimsótti því grunnskólann í Þorlákshöfn síðastliðinn mánudag þar sem nemendur 6. bekkjar afhentu teikningar sínar í íþróttahúsinu.

Litir friðar – Yfir 5.000 teikningar barna prýða hringleikahúsið fræga til að efla meðvitund um frið. Mynd: Nirbhasa Magee

 

Stór stund – Nemendur 6. bekkjar grunnskólans í Þorlákshöfn afhenda myndir fyrir sýninguna á næsta ári. Mynd: Nirbhasa Magee

 

Krýsuvíkurleið – Friðarhlaupið byrjaði síðustu helgi til að fagna alþjóðlegum friðardegi Sameinuðu þjóðanna en þessi mynd var tekin á Krýsuvíkurleið 21. september. Mynd: Nirbhasa Magee
Athugasemdir eru á ábyrgð þeirra sem þær skrá. DV áskilur sér þó rétt til að eyða ummælum sem metin verða sem ærumeiðandi eða ósæmileg. Smelltu hér til að tilkynna óviðeigandi athugasemdir.

Fleiri fréttir

Mest lesið

Nýlegt

Fókus
Fyrir 2 dögum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum

Hafa miklar áhyggjur af Justin Bieber – Vinnur ekkert, sólundar fé og sinnir ekki syninum
Fókus
Fyrir 2 dögum

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki

Smáatriði í mynd af Justin Bieber á Íslandi veldur fjaðrafoki
Fókus
Fyrir 4 dögum

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin

Spielberg segir að þetta sé besta bandaríska bíómyndin
Fókus
Fyrir 4 dögum

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur

Þetta er lúxusvillan sem Justin Bieber gistir í á Íslandi – Nóttin kostar allt að 12 milljónir krónur
Fókus
Fyrir 5 dögum

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“

Gleymdu Ozempic andliti, nú vara sérfræðingar við „Ozempic munni“
Fókus
Fyrir 5 dögum

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi

102 ára prófessor í næringarfræði segir að þessi sjö atriði séu lykillinn þegar kemur að langlífi